áttu togara eða frystihús??????????????

 miðað við úthlutaðan kvóta nú kæmu c:600 kg á hvert mannsbarn hér, miðað við að honum sé deilt sem sameign þjóðarinnar. ég á ekki bát, ég get ekki keyft bát,en þú. hvað er að því að þeir sem byggt hafa upp þennan útveg, keyft tæki og þjálfað mannskap til þessara atvinnugreinar haldi því áfram? er það hagkvæmt að búa til 300.000. kvótaeigendur sem viðhaldi núverandi fyrirkomulagi en í minni stíl að sjálfsögðu,,,,,,,,,,,,,,, græðgi sinnar vegna hrópar þetta fólk.fá hlutdeild. stór hluti þessa fólks lifir góðu lífi vegna sjávarútvegs án þess að koma nálægt honum........... ríflega 7.000. mans hafa beina atvinnu af þessari grein+ annað eins óbeint.það má vissulega breyta þarna mörgu og þá helst varðandi framsal og veðsettningu, en við kaupum ekki reynslu og fullbúin skip fyrir ekkert,,,, hugsið það þið þessir kvótalausu

 

 

 

 

Ætla má að aðeins um 70 einstaklingar ráði yfir 70 prósentum af heildarkvótanum á Íslandsmiðum. LÍÚ telur að útvegurinn þurfi að fá 100 milljarða afskrifaða til að geta gengið. Einungis þorskkvóti sem fyrirtæki þessa fólks fá úthlutað er yfir 165 milljarða króna virði.

Sigla í land

Það er deilt um kvótann og stöðugleikasáttmálanum hefur veirð slitið slitið vegna skötuselslaganna. Samkvæmt þeim verður hluta af skötuselskvóta ekki úthlutað heldur verður hann seldur. Útvegsmenn hafa hótað því að sigla í land vegna hugmynda ríkisstjórnarinnar um fyrningu kvóta. Friðrik J. Arngrímsson framkvæmdastjóri LÍÚ sagði í hádegisfréttunum Bylgjunnar að líklega þyrfti að afskrifa um 100 milljarða, ættu sjávarútvegsfyrirtækin að geta gengið. Skuldirnar munu vera á sjötta hundrað milljarða króna. En hverjir fá kvótanum úthlutað og þurfa að sögn Friðriks þessar afskriftir?

23 fyrirtæki fá megnið af kvótanum

Yfir 70% af heildarkvóta sem úthlutað er falla í skaut tuttugu og þriggja fyrirtækja. Hvert um sig fær úthlutað meira en einu prósenti af heildarkvótanum:

Fyrirtæki Hlutfall úthlutaðs kvóta
HB Grandi hf 9,62%
Brim hf 6,69%
Þorbjörn hf 5,39%
Samherji hf 5,10%
FISK-Seafood hf 4,73%
Rammi hf 4,47%
Vísir hf 4,32%
Vinnslustöðin hf 3,94%
Hraðfrystihúsið - Gunnvör hf 3,35%
Nesfiskur ehf 2,90%
Skinney-Þinganes hf 2,88%
Ísfélag Vestmannaeyja hf 2,54%
Ögurvík hf 1,80%
Bergur-Huginn ehf 1,71%
Síldarvinnslan hf 1,71%
Eskja hf 1,34%
Jakob Valgeir ehf 1,26%
Stálskip ehf 1,20%
K G fiskverkun ehf 1,13%
Stakkavík ehf 1,13%
Gjögur ehf 1,07%
Guðmundur Runólfsson hf 1,05%
Fiskkaup hf 1,02%
---------------------------------------------------------
Samtals 70,33%



mynd

Innan við 70 manns að baki fyrirtækjunum

Þegar flett er upp hjá Lánstrausti má sjá hvaða einstaklingar eiga þessi fyrirtæki. Yfirleitt er frekar stutt í raunverulega eigendur fyrirtækjanna, ólíkt því sem stundum sést í fjármálaheiminum. Fjölskyldur eru gjarnan að baki þessum fyrirtækjum. Þegar teknir eru saman helstu hluthafar í þessum 23 fyrirtækjum má ætla að rétt innan við 70 manns eigi þau að mestu eða öllu leyti.

Fólkið á bak við HB Granda eru til dæmis Ólafur Ólafsson í gegnum Kjalar. Kristján Loftsson er andlit Hvals hf. Það kann að koma á óvart en hann er skráður fyrir einungis ríflega 20 prósenta hlut í Fiskveiðifélaginu Venusi, sem á Hval. Hlut sínum í félaginu deilir hann með Birnu Loftsdóttur og svo Kristínu Vilhjálmsdóttur, Sigríði Vilhjálmsdóttur og Árna Vilhjálmssyni, sem öll eru um sjötugt.

Guðmundur Kristjánsson er á bak við Brim ásamt Hjálmari Þór Kristjánssyni, sem raunar kemur víðar við. Gunnar, Eiríkur og Gerður Tómasbörn eiga Þorbjörn í Grindavík.

Þorsteinn Már Baldvinsson og Kristján Vilhelmsson eru helstu menn á bak við Samherja. Kaupfélag Skagfirðinga er helsti eigandi Fisk Seafood. Þar ræður miklu Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri.



mynd
Guðbjörg Matthíasdóttir.

Guðbjörg einráð í Ísfélaginu

Einnig má nefna Guðbjörgu Matthíasdóttur, sem segja má að sé einráð í Ísfélagi Vestmannaeyja. Nýlega hefur komið fram að hún eigi yfir tíu milljarða króna í það minnsta. Hún hefur víða fjárfest, til að mynda í Morgunblaðinu. Þá eiga bræðurnir Birkir og Magnús Kristinssynir félagið Berg-Hugin í sameiningu. Félagið fær úthlutað 1,71 prósenti af heildarkvótanum. Frekara yfirlit yfir fyrirtækin og eigendur þeirra er birt hér að neðan.

Gríðarleg verðmæti

Kvótamarkaðurinn segir okkur að kíló af þorskkvóta kosti 2200 krónur. Þá myndi einungis þorskkvóti Magnúsar Kristinssonar, sem á 76% í Berg-Hugin, vera metinn á yfir tvo milljarða króna. Þorskvóti þessara aðila yrði samkvæmt sömu formúlu yfir 165 milljarða króna virði.

 



mynd
Mynd/Pjetur

Þjóðarsátt?

Þetta eru ekkert svo margir sem þyrti að tala við, eigi að ná þjóðarsátt um kvótakerfið. Við liggur að það mætti koma þeim öllum fyrir í einni skólastofu. Það skal ekki gert lítið úr þekkingu þeirra og reynslu af því að reka sjávarútvegsfyrirtæki.

Því má bæta við að yfir 7.000 manns starfa við vinnslu og veiðar, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Fjöldi annarra vinnur hjá sjávarútvegsfyrirtækjum, svo sem skrifstofufólk. Þá byggja margar þúsundir afkomu sína á sjávarútvegi, beietn eða óbeint, jafnvel landsmenn allir. En þeir eru aðeins örfáir sem fá úthlutað kvóta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

jósep sigurðsson
jósep sigurðsson
Hef áhuga svona almennt á lífinu og tilveruni.Áskil mér þann rétt að hafa skoðanir á málefnum og þjóðmálum án þinnar íhlutunar en þér er frjálst að gefa coment án skítkastsjobbisig@gmail.com
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 1146

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

ApologetiX - Love The Jews (Love Me Do / Beatles)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband