28.5.2006 | 23:24
Meirihlutinn fallinn.
Þá er kosníngum lokið og víða féllu meirihlutar.Hér í Grímsnes og Grafníngshreppi féll meirihluti C lista sem samanstóð af D og F.
K listi jafnaðar og félagshyggjufólks vann nauman sigur.Þar mun hafa skift máli atkvæði 6 Byrgismanna er höfðu hér kosníngarétt.Það má eiginlega segja að Ómega hafi fellt C listan með því að kaupa skólann,því það ríkti ekki sátt um það í sveitinni hvernig staðið var að þeim málum,frekar en svo mörgu sem þessi listi barði í gegn með einræðisvinnubrögðum.
Allavegana virðist nýr meirihluti hafa skilníng á starfi okkar í Byrginu og komu þeir í heimsókn til að fræðast um það.C listi hefur verið á móti Byrginu leynt og ljóst með Gunnar oddvita í broddi fylkingar.Já dramb er falli næst.Það er oft betra að hreykja sér minna og setja sig ekki í hásæti og þykjast yfir aðra hafin,fallið er hátt.Til hamingju allir er láta sig lítilmagnan skifta máli.
Jobbi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.8.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 22
- Frá upphafi: 1952
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.