Rovermót og bensín á Disel?????

Jæja gott fólk!Núna um helgina er haldið Mót fyrir Land Rover eigendur,er það haldið rétt hjá Húnaveri skammt frá Blönduósi.Það eru allir velkomnir þó þeir eigi ekki Land Rover,en menn eru komnir mislangt í batanum hehehehe.Frúin brá sér í bæinn í gærkveldi í barnaafmæli,en ég var að flytja dót á meðan,en við erum að fara héðan í kjallaran á gula húsinu.Svo vara hringt og sagt!ég var að taka olíu á bílinn en dældi á hann bensíni,og ekkert lítið magn heilir 68 ltr en tankurinn tekur 95 ltr.Ég varð vægast sagt drullufúll og brást frekar ílla við þessum tíðindum,en hvað getur maður gert?jú ég varð að fara í bæinn og fékk Hreinsa vin minn með mér,alltaf er hann tilbúinn í að aðstoða ef eitthvað bjátar á.Nú við komum í bæinn rétt fyrir miðnætti og hófum björgunaraðgerðir.

Urðum við að sjúga með slöngu af bílnum og náðum við af honum tæpum 80 ltr+það sem ég drakk af þessum viðbjóði,var maður orðin æði eldfimur.Síðan var bíllinn dregin á bensínstöð en nú var tekin olia,bíllinn fylltur og sett í gang.Gangurin var nú hálftrunntulegur í fyrstu en svo jafnaði kvikindið sig enda Land Rover.Komið heim kl 2 um nóttina.happy ending.

                                                           Jobbi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

jósep sigurðsson
jósep sigurðsson
Hef áhuga svona almennt á lífinu og tilveruni.Áskil mér þann rétt að hafa skoðanir á málefnum og þjóðmálum án þinnar íhlutunar en þér er frjálst að gefa coment án skítkastsjobbisig@gmail.com
Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.8.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 1959

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

ApologetiX - Love The Jews (Love Me Do / Beatles)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband