6.7.2007 | 17:50
Vinnan göfgar manninn.
Ég var nýbúin í svaka vinnutörn sem stóð í 10 vikur og 14-16 tíma á dag 7 daga vikunar. Þetta var meðan við vorum að koma okkur inn í húsið. Nú er ég byrjaður í annari törn (fyrir 2 vikum) en ég er undirverktaki hjá smið og er að skifta um gólfefni á Efri-Brú áður en Götusmiðjan byrjar þar starfsemi. Það er verið að setja parket á allt saman og þettu verður svaka flott. Já ég för að pæla í þessu því það eru nokkrir að vinna með mér og altaf að tala um hvað þeir séu þreyttir. Auðvitað er maður oft þreyttur en mér sýnist nú að þeir sem ekkert eru að gera séu nú ekki síður þreyttir og kvarti sáran,en eru samt í fríi um helgar. Er ég var únglingur lét pabbi mig hafa bók sem heitir vinnan göfgar manninn,mér dettur þessi saga oft í hug og hefur lesníng hennar setið í mér síðan. Þar er fjallað um æfi drengs frá örbyrgð til góðra efna og þar gekk á ýmsu,en hann gafst aldrey upp,og var alltaf að án þess svo sem að fá alltaf launin sín með réttu. Únglingar í dag eru flest þannig að þegar þau eru beðin um að gera eitthvað er viðkvæðið,hvað fæ ég fyrir það,þó það sé bara að taka til í sínu herbergi. Já það eru breyttir tímar, en málið er að setja sér markmið,vinna eftir því og hlutirnir ganga upp. Það geri ég.
Jobbi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.1.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 1561
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.