Grímsnes-Sigló-Ólafsfjörður-Ríben-Grímsnes.

Nú er verið á ferðalagi og erum við á Ríben núna.Fórum síðastliðin Fimmtudag til Sigló á svokallað pæjumót,en Sigrún frænka var að keppa með Fylkir þar og gekk henni vel.Það var rigníng er við komum rétt eftir miðnætti,en það var tjaldað niður við höfn.Ég vaknaði kl 6 um morgunin og þá var ausandi rigning og rok og komin myndarleg tjörn á milli tjaldana.Ég og Lalli fórum á rúntinn og hittum mann sem vorkendi okkur og leigði okkur íbúð yfir helgina,þvílíkur munur.Ég og Lalli ákváðum eiginlega að þetta væri síðasta tjaldferðalagið sem við tækjum þátt í.Fórum á sunnudeginum áleiðis til Raufarhafnar,fórum í gegnum Ólafsfjörð og Dalvík inn á Akureyri,stoppuðum í Blómaval og fengum okkur kaffi síðan var brunað á Ríben.Er við komum þangað var smásúld og þoka,en nú var komin upp flensa í hópnum,mikill hósti og hiti magaverkir og tilheyrandi.Erum í góðu yfirlæti hjá Magga bróður,stórsteikur á borðum,kökur og ís,já lífið er yndislegt þegar upp er staðið.

                                                          Jobbi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyrðu nú góði þetta er ekki síðasta tjaldferðalagið þitt ef ég fæ eitthverju ráðið þú ert bara höfuð og ég er girðingin og hana nú það verður farið í langt ferðalag á næsta sumri við erum með 4 atkvæði gegn 1 meirihlutin ræður kveðja Eva á Raufarhöfn eins og er

Eva Björk Lárusdóttir (IP-tala skráð) 15.8.2006 kl. 18:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

jósep sigurðsson
jósep sigurðsson
Hef áhuga svona almennt á lífinu og tilveruni.Áskil mér þann rétt að hafa skoðanir á málefnum og þjóðmálum án þinnar íhlutunar en þér er frjálst að gefa coment án skítkastsjobbisig@gmail.com
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 1674

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

ApologetiX - Love The Jews (Love Me Do / Beatles)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband