21.8.2007 | 21:15
Kaldur eða volgur?
Já nú hefur Borgarstjóri látið taka kælir úr sambandi hjá ÁTVR í Austurstræti. Þetta á víst að minka ásókn ógæfufólks í það að setjast niður á Austurvelli með 1 kaldann. Ég man ekki eftir því,hvorki fyrr eða síðar,að þetta fólk sem notað hefur Austurvöll á góðum dögum hafi pælt í því hvað það var að drekka. Þetta ógæfufólk drekkur hvað sem er og hvar og hvenær sem er. Hvort það er hægt að kaupa 1 bjór eða kippu,breytir ekki þessu ástandi með þennan hóp,þarna vantar önnur úræði. Í þessum hóp í dag eru til dæmis þeir sem voru í Byrginu,þannig að þarna erum við að horfa í raun upp á úræðaleysi stjórnvalda varðandi þennan hóp,og lausnin er ekki að bjóða upp á volgan bjór.
Stuðmenn eða það sem eftir er af þeim voru heldur brjóstumkennanlegir á sviðinu á KB tónleikunum. Nú eiga þeir að hætta enda hætti besti stuðmaðurinn fyrir mörgum árum(Valgeir) og nú er Þórður hættur og með fullri virðingu fyrir Jakobi,þá hefur hann yfirleitt sviðsett verstu uppákomur stuðmanna og þetta er sú versta. Stuðmenn hafa átt mikilli velgegni að fagna á ferlinum og gert fullt af góðum lögum en núna er game over. Hvíl í friði.
Jobbi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 1674
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.