29.9.2007 | 12:36
ÉG á mér draum.
Þessi fleygu orð sagði Mr King á sínum tíma. Sterk orð og fögur sjónarmið. Ég á mér líka draum og hann er svona. Að allir lifi í sátt og samlyndi,bræður og systur. Að við hjálpum hvort öðru og leiðbeinum. Að við léttum fólki í kringum okkur lífið eins og við erum fær um. Við erum ekki fullkomin,reynum því að sjá aðra í því ljósi sem við erum í,ekki því sem við viljum hafa þau í en uppfyllum ekki sjálf. Orðsk 17:9 Sá sem breiðir yfir bresti, eflir kærleika, en sá sem ýfir upp sök, veldur vinaskilnaði.5 Mós 10:18 Hann rekur réttar munaðarleysingjans og ekkjunnar og elskar útlendinginn, svo að hann gefur honum fæði og klæði.Jóh 13:35 Á því munu allir þekkja, að þér eruð mínir lærisveinar, ef þér berið elsku hver til annars.
Matt 19:19 heiðra föður þinn og móður, og þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig.
Sálm 55:23 Varpa áhyggjum þínum á Drottin, hann mun bera umhyggju fyrir þér, hann mun eigi að eilífu láta réttlátan mann verða valtan á fótum.
Sálm 30:6 Andartak stendur reiði hans, en alla ævi náð hans. Að kveldi gistir oss grátur, en gleðisöngur að morgni.
Drottinn blessi ykkur
Jobbi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.5.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 1704
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.