20.10.2007 | 23:46
Að breyta bara til að breyta.
Það er búið að vera svo mikið að gera að ég hef ekki nent að blogga undanfarið. Það er víst komin ný þíðing á Biblíuni og sitt sýnist hverjum hef ég heyrt. Ég hef ekki séð eða lesið þessa þíðingu,en það eru víst einhverjar breytingar á orðalagi og frálsleg þíðing á köflum,svo húnn falli að breyttum tíðaranda. Hvaða kjaftæði er þetta? það er bara 1 Jesú og 1 Guð og orðið er Guðs og er samkvæmt trúnni óbreytanlegt. Ekki breytum við ljóðum eða fornum rímum til samræmis við tíðarandan í dag. Það er annað að útskýra samkvæmt skilningi okkar í dag og er gott,en að breyta þíðingum í jafn merkri bók og Biblían er,á ekki að eiga sér stað. Samkynhneigðir eru oft nefndir er Biblíuna ber á góma og þá skírskotað til kærleikans og mannréttinda,en eins og allir vita vilja þeir giftast og verða hjón,eins og maður og kona og fá blessun kirkjunar. Þetta bara gengur ekki,sama hvar þig ber niður í hinni helgu bók þar sem skrifað er um kynvillu þá er hún fordæmd af Guði,af Jesú og öllum postulum og þeim spámönnum sem Biblíuna skrifa. Það er því með eindæmum að sumir prestar skuli vera fylgjandi samkynhneigð og vilja blessa hana,það er villutrú segir Drottinn,sama hvaða ár er. Drottinn er eins í dag og í gær og hefur alltaf verið og verður ekki breytt,annað eru mannakenningar og mannaskoðanir.Í I. Kor. 6.9-11 segir : "Vitið þér ekki, að ranglátir munu ekki Guðs ríki erfa? Villizt ekki! Hvorki munu saurlífismenn né skurðgoðadýrkendur, hórkarlar né kynvillingar, þjófar né ásælnir, drykkjumenn, lastmálir né ræningjar Guðs ríki erfa. Og þetta voruð þér, sumir yðar. En þér létuð laugast, þér eruð helgaðir, þér eruð réttlættir fyrir nafn Drottins Jesú Krists og fyrir anda vors Guðs
III. Mósebók, 18.22, segir: "Eigi skalt þú leggjast með karlmanni sem kona væri. Það er viðurstyggð."
Drottinn blessi
Jobbi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 1673
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Komdu sæll frændi.var ekki búinn að sjá þessa síðu,hú er bara ansi snotur.Ætlaði að skrifa í gestabókina en hún vildi ekki þýðast mig,ef þú vilt hafa samband þá er netfangið mitt arina @simnet.is....Kveðja
Ari Guðmar Hallgrímsson, 24.10.2007 kl. 23:03
Ég hef greinilega gert einhverja vitleysu og það ekki í fyrsta sinn þegar tölvan er annarvegar,ég er með tvær færslur í gestabókinni því ég hélt að sú fyrri hefði ekki lukkast því hún kom ekki strax,svo ég reit aðra,og hún kom eftir dúk og disk,og þá var ég búinn að skrifa í athugasemdirnar,að öllu jöfnu er ég nú ekki alveg svona ruglaður,nema ég sé bara að taka eftri því núna,það gengur bara betur næst..........Kveðja
Ari Guðmar Hallgrímsson, 24.10.2007 kl. 23:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.