Hvað er mannréttindi og hvað er forræðishyggja?

Tek strax fram að ég er ekki að verja þessi samtök,í þeim hlýtur að vera misjafn sauður eins og í öðrum samtökum. Það sem mér finnst furðulegast er að það sé hægt að meina fólki aðgang að landinu af því það sé í glæpasamtökum að mati stjórnvalda,sé á sakaskrá og séu að koma til að sölsa undir sig glæpamarkaðinum hér. Hvað yrði gert ef það kæmi karlakór frá Sikiley,þar sem annar hver maður er í mafíunni? Yrði hann stoppaður og fengin ferilskrá hvers og eins? Held ekki. Þriðji hver Íslendingur er á sakaskrá en ekki í yfirlýstum samtökum og fær því að fara ferða sinna um heiminn. Við eigum marga mótorhjólaklúbba en bara fáfner er merktur sem stórhættulegur gestgjafi,sama er mér. Við eigum frímúrara,lion og fram eftir götunum,þar eru nú misjafnir sauðir.Til að gerast sekur um glæp þarf að brjóta af sér og vera handtekinn,en ekki handtekinn fyrir væntanleg afbrot. Hvað vitum við til dæmis hvað það eru margir hryðjuverkamenn í landinu?

                                                                         JobbiBandit 


mbl.is Lögregluaðgerðum vegna komu Vítisengla til landsins lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heidi Strand

Það voru yfir 100 löggur í móttökunefndinni. Á meðan gátu stútarnir ekið rólega um og innfæddir dílerar selt sitt dóp.
Ég er ekki að verja þessi samtök en er ekki tilgangurinn með þessu öllu frá báðum hliðum að ala upp í okkur ótta og svo geta yfirvöld nálgast einkalíf okkar smátt og smátt?  Stasi og KGB.
Þetta snýst ekki aðeins um vítisengla.

Heidi Strand, 5.11.2007 kl. 23:25

2 Smámynd: Gulli litli

Já ég held að menn séu að verða aðeins of taugaveiklaðir......

Gulli litli, 6.11.2007 kl. 10:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

jósep sigurðsson
jósep sigurðsson
Hef áhuga svona almennt á lífinu og tilveruni.Áskil mér þann rétt að hafa skoðanir á málefnum og þjóðmálum án þinnar íhlutunar en þér er frjálst að gefa coment án skítkastsjobbisig@gmail.com
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 1464

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

ApologetiX - Love The Jews (Love Me Do / Beatles)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband