Það sem þú veist ekki um brjóstahaldara!!!!!!!!!!!

Brjóstahaldarar eru notaðir til að halda brjóstum stöðugum og lyfta þeim eða móta á annan hátt. Einnig segja sumir að brjóstahaldarar geti komið í veg fyrir að brjóstin sígi með aldrinum, en þetta er þó ekki vel staðfest.

Stórbrjósta konum finnst oft nauðsynlegt að vera í brjóstahaldara þar sem hann veitir stuðning og minnkar þannig álag á vöðva, en nokkuð algengt er að stór brjóst valdi konum bakverkjum eða öðrum óþægindum. Einnig er hægt að kaupa brjóstahaldara sem minnka brjóstamál kvenna.

Smábrjósta konur ganga yfirleitt einnig í brjóstahaldara jafnvel þótt brjóstin þurfi ekki aukinn stuðning. Flíkin er þá annað hvort eingöngu til skrauts eða notuð til að móta eða stækka brjóstin; til þess eru notaðir brjóstahaldarar sem fylltir eru með sérstökum púðum úr svampi, silikoni eða öðru mjúku efni.


Wizard.
Konur hafa í mörg þúsund ár notað klæði sem svipar til brjóstahaldara. Forngrískar konur reyrðu sumar brjóst sín með sérstökum linda til að halda þeim kyrrum, og konur á Krít til forna (fyrir um 4000 árum) notuðu lífstykki sem veittu brjóstum stuðning. Það er ekki svo gott að segja nákvæmlega hvenær nútímabrjóstahaldarar voru fundnir upp enda virðast þeir fremur hafa þróast út frá öðrum flíkum, svo sem lífstykkjum, heldur en að þeir hafi allt í einu komið fram á sjónarsviðið.

Árið 1859 fékk Henry S. Lesher einkaleyfi fyrir hugmynd sinni að furðulegri flík (sjá mynd fyrir neðan) sem leit helst út eins og hálfgerð brynja. Í henni voru brjóstapúðar sem hægt var að blása upp, en þeim var ætlað að styðja við brjóstin og „gera manneskjuna samhverfari og fallegri“.


Þessi undarlega flík var hálfgerður brjóstahaldari, en á henni voru einnig hólkar fyrir handleggina sem áttu að koma í veg fyrir svitabletti undir höndum.


Árið 1876 fékk kona að nafni Olivia P. Flynt einkaleyfi fyrir annarri flík sem var eflaust öllu þægilegri en brjóstapúðabrynja Leshers. Flynt kallaði flíkina brjóstahaldara (e. bust-supporter) og lýsir henni svo: „Þessi flík er sérstaklega ætluð dömum með stóran barm, og skal notast í stað lífstykkis; þannig mun hún tryggja fallegt form líkamans án þess að reyra hann eða á annan hátt skaða með því að þrengja að honum eða hefta“.* Brjóstahaldari Flynts var þó enn nokkuð ólíkur nútímabrjóstahaldara þar sem hann var ekki með hlýrum heldur stuttum ermum og líktist því helst eins konar magabol með brjóstastuðningi.

Heiðurinn að fyrsta alvöru brjóstahaldaranum er oft eignaður annað hvort Herminie Cadolle eða Mary Phelps Jacob. Umrædd flík Cadolles er frá árinu 1889 og kallaðist á frönsku 'le bien-être', eða 'vellíðunin'. Hún var tvískipt og var efri hlutanum gert að halda uppi brjóstum og styðja við þau. Mary Phelps Jacob á líklega síður þennan heiður skilinn, þó brjóstahaldarinn hennar (sjá mynd fyrir neðan) sé nokkuð líkur þeim brjóstahöldurum sem konur eiga að venjast í dag. Jacob fékk einkaleyfi fyrir slíkum brjóstahaldara árið 1914.
Á næstu áratugum þróuðust brjóstahaldarar enn frekar og farið var að framleiða þá í mismunandi skálastærðum og af alls konar gerðum. Nú eru til hlýralausir haldarar, saumlausir haldarar, fóðraðir haldarar, íþróttahaldarar, meðgönguhaldarar og gjafahaldarar, svo aðeins fátt eitt sé nefnt.

ja herna þá vitið þið það og til viðbótar kalla Hafnfirðingar þetta tvíburahúfur.

                                                                 Jobbi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörn Friðriksson

Og nú er þetta þarfaþing nokkurnveginn lögbundinn undirfatnaður í Bandaríkjunum.  Í sumum fylkjum eru skólastúlkur sem verða uppvísar af því að ganga brjóstahaldaralausar undir yfirflíkunum, þannig að e.t.v., sjáist móta fyrir geirvörtunum, umsvifalaust reknar strax eða eftir fyrstu aðvörun, fyrir ósiðlegan klæðaburð.  -Ja þessir ameríkanar.  Það verður ekki af þeim skafið.

Sigurbjörn Friðriksson, 26.11.2007 kl. 09:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

jósep sigurðsson
jósep sigurðsson
Hef áhuga svona almennt á lífinu og tilveruni.Áskil mér þann rétt að hafa skoðanir á málefnum og þjóðmálum án þinnar íhlutunar en þér er frjálst að gefa coment án skítkastsjobbisig@gmail.com
Mars 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 1624

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

ApologetiX - Love The Jews (Love Me Do / Beatles)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband