10.2.2008 | 12:46
Mogginn þegir þunnu hljóði!
Mogga menn vilja greinilega sem minnst skrifa um þær ógöngur sem oddviti Sjálfstæðismanna er komin í.Halda greinilega að ef þeir þegi geri aðrir það líka og allt falli í ljúfa löð.Tók þetta inn á Vísir.is,þeir þora.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins, er að meta pólitíska stöðu sína, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Ekki þykir ólíklegt að hann stígi til hliðar og borgarstjórnarflokkurinn finni sér annað borgarstjóraefni.
Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, hafi rætt við Vilhjálm og fleiri borgarfulltrúa eftir ummæli Vilhjálms í Kastljósþætti á fimmtudaginn og atburðarásina þar á eftir. Blaðið hefur enn fremur heimildir fyrir því að Vilhjálmur hafi síðustu daga ráðfært sig við ýmsa frammámenn í flokknum um stöðu sína.
Gísli Marteinn Baldursson, formaður borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins, segir góða einingu ríkja í flokknum. Spurður hvort Vilhjálmur muni víkja segir hann að miðað við núverandi stöðu sé ekki útlit fyrir neitt annað en að hann taki við en "Vilhjálmur verði að svara þessu sjálfur". Fréttablaðinu hefur ekki tekist að ná tali af Vilhjálmi síðan á fimmtudag.
Gísli Marteinn segir borgarstjórnarflokkinn ekki hafa fundað formlega um ummæli Vilhjálms í Kastljóssþættinum og atburðarás síðustu daga. Fólk hafi hins vegar rætt saman í síma.
"Við erum öll í góðu sambandi. Það er einhugur í hópnum. Vilhjálmur er okkar oddviti og engin umræða um annað innan okkar hóps. Við komum öll að lokavinnslu REI-skýrslunnar og vorum sammála um að hún renndi stoðum undir þá skoðun okkar allra að við þyrftum að vanda okkur þegar stórar og miklar ákvarðanir væru annars vegar og tryggja nauðsynlegt samráð og samvinnu sem skorti í REI-málinu í október," segir Gísli Marteinn. "Þetta ræddum við hreinskilnislega okkar á milli eftir að við misstum meirihlutann. Skýrslan tók undir þetta með okkur enda vorum við öll sjö sátt við niðurstöðu hennar."
Gísli Marteinn segist telja að óánægjan sem risið hafi upp í samfélaginu síðustu daga tengist ekki efni skýrslunnar.
"Þetta tengist frekar meirihlutaskiptunum fyrir tveimur vikum, sem margir voru óánægðir með og að einhverju leyti REI-málinu í október. Orð Vilhjálms í Kastljósinu um fyrrverandi eða núverandi borgarlögmann bætast svo þarna við. Varðandi það er auðvitað aðalatriðið að báðir þessir aðilar, núverandi og fyrrverandi borgarlögmaður, telja ótvírætt að Vilhjálmur hafi haft umboð."
Gísli Marteinn segir borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins skynja óróa í samfélaginu.
"Við viljum ekki loka augunum fyrir honum. Við finnum óánægju og auðvitað munum við setjast niður saman og vinna úr þessu. Verkefnið fram undan fyrir Sjálfstæðisflokkinn í borgarstjórn er að endurheimta traust borgarbúa."Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 1464
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónlistarspilari
Myndaalbúm
Af mbl.is
Innlent
- Hópur fólks reyndi að komast að eldgosinu
- Nyrstu hrauntungurnar dreifa úr sér
- Dró upp skæri og hótaði íbúum
- Teknir við akstur undir áhrifum
- Hraun kemur úr þremur gígum: Virknin stöðug
- Að mestu bjart sunnan- og vestantil
- Nýtt fangelsi í landi Stóra-Hrauns tilbúið 2028
- Sólveig Anna furðar sig á aðferðum kennara
- Lyftari yfir fót og rjúfa þurfti hurð
- Er kynjastríð í uppsiglingu?
Erlent
- Segjast hafa drepið fimm vígamenn
- Eldflaugavarnarkerfi í skiptum fyrir hermenn
- Segir að friði verði aðeins náð með afli
- Rússar sagðir útvega N-Kóreu milljón olíutunnur
- Pam Bondi næsti dómsmálaráðherra
- Handtekinn fyrir njósnir í bandaríska sendiráðinu
- Hefur áhyggjur af notkun eldflauganna
- Herra Volvo er genginn
- Sakar dómstólinn um gyðingahatur
- Merkel segir Trump heillaðan af einræðisherrum
Athugasemdir
Ekki held ég að Gísli Marteinn myndi verða betri en Villi miðað við þessi ummæli, hann virðist telja að kjósendur séu fífl upp til hópa, og ef hann heldur að einhver taki mark á þessu kjaftæði hans, um einingu og stuðning við Vilhjálm sem oddvita þeirra þá er hann heimskari en hann lítur út fyrir að vera. Þó er honum ekki alls varnað,hann telur sig SKYNJA óróa í samfélaginu,sem er á suðupunkti allt í kringum hann, spurning hvort hann SKYNJAR af hverju þessi órói stafar. Kveðja
Ari Guðmar Hallgrímsson, 10.2.2008 kl. 23:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.