13.2.2008 | 20:24
Þetta er nú meiri loftgangurinn.
Að aka um á loftknúnum bíl er svolítið langsótt.Loft er ágætis kraftur en þarf mikið rúm og varir í stutta stund,því er þrýstingur fellur minkar aflið og þetta gufar upp.Þetta er góð hugmynd og allt það,en á enga framtíð.Það þarf líka orku til að búa til loft,sem oftast er rafmagn.Er þá ekki eins gott að eyða rafmagninu í til dæmis,að hlaða rafmagnsbíla sem komast lengra og eru kraftmeiri.Það besta sem komið til þessa er sennilega vetnið.
Bíll sem gengur fyrir lofti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 1462
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónlistarspilari
Myndaalbúm
Af mbl.is
Viðskipti
- Icelandair færir eldsneytið til Vitol
- Arkitektar ósáttir við orðalag forstjóra FSRE
- Ný ríkisstjórn þurfi að hafa hraðar hendur
- Indó lækkar vexti
- Hlutverk Kviku að sýna frumkvæði á bankamarkaði
- Þjóðverjar taka við rekstri Fríhafnarinnar
- Trump lyftir Bitcoin-verði í hæstu hæðir
- Ekki svigrúm til frekari launahækkana
- Sækja fjármagn og skala upp
- Óttast að fólk fari aftur að eyða peningum
Athugasemdir
Það þarf líka rafmagn til að búa til vetni, og mikið af því. Það eru nokkur fyrirtæki í heiminum í því að hanna mótora sem ganga fyrir lofti þannig að einhverjum þykir hugmyndin góð. Einn stærsti ókosturinn við rafmagnsbíla er að þeir þurfa að burðast með stóra og þunga rafgeyma sem síðan valda talsverðri mengun þegar þarf að skipta þeim út eftir tiltölulega skamman tíma.
Einar Steinsson, 13.2.2008 kl. 22:05
Sæll Einar.Að sjálfsögðu þarf rafmagn til að hlaða geima.Málið er bara það,að til að komast frá RVK til Selfoss á loftbíl(eins og staðan er nú)þarftu annað hvort að pumpa í hann c: 8 sinnum á leiðinni,eða það fylgdi þér stór tankbíl beintengdur við bílinn.Hvað ætli það séu stórir tankar í þessum bíl?Efast um að þeir séu meira en svona c:100 ltr sem þíðir c:1000 ltr frá Rvk til Selfoss.kv jobbi
jósep sigurðsson, 13.2.2008 kl. 22:24
Miðað við þær tölur sem gefnar eru upp um MDI bílana (hvort sem þær standast eða ekki kemur í ljós)
MiniCAT: drægi 108km, 3 sæti, hámarkshraði 110km/h, þyngd 550kg. Notar eingöngu loft sem aflgjafa.
CityCAT: drægi 240km, 2-5 sæti eftir útfærslum, hámarkshraði 110km/h, þyngd 900kg. Notar vél sem bæði brennir eldsneyti og notar loft eftir aðstæðum.
Ég sel þessar tölur ekki dýrari heldur en ég keypti þær (hjá Google og Wikipedia)
Einar Steinsson, 13.2.2008 kl. 23:35
það besta sem hefur komið er sannarlega rafmagnsbíllinn. Mæli með heimildarmyndinni "Who killed the electric car" sem er til í laugarásvideo. Kaliforníubúar höfðu alvöru rafmagnsbíla, aflmikla, með næga drægni, sérstakar hleðslustöðvar um allt fylkið og enginn vandi að nota þessa bíla (engin nördaskapur nauðsynlegur), skoðið þessa mynd.
Gullvagninn (IP-tala skráð) 14.2.2008 kl. 11:30
Einar - rafgeymarnir eru yfirleitt talsvert léttari en vélarnar sem bensínbílar þurfa að "burðast með". Síðan er það staðreynd að yfir 95% allra rafgeyma eru endurunnir.
Bragi Þór Valsson (IP-tala skráð) 14.2.2008 kl. 11:35
Sæll frændi.
Líst ekki á vindinn.
Kveðja
Ari Guðmar Hallgrímsson, 14.2.2008 kl. 17:04
Sæll frændi
Sama hér,loftpressur eru ekki hentugar til aksturs.
kveðja
jósep sigurðsson, 14.2.2008 kl. 18:46
Algengar fjögurra sílendra vélar í bílum í dag eru svona 100-150kg sem gera u.þ.b. 10% af þyngd bílsins. En þyngdin er ekki eina vandamálið með rafgeyma heldur plássið sem þeir taka ef bíllin á að komast einhverja vegalengd. Til að vera eitthvað annað en leikföng þurfa bílar knúnir öðru en sprengihreyfli að standast sprengihreyflinum snúning að öllu leiti. Þeir þurfa að taka a.m.k. 5 manns og farangur. Þeir þurfa að ná a.m.k. 150km/klst hraða (hraðbrautir flestar ríkja vesturlanda ganga á 120-150km/klst hraða) og þeir þurfa að komast 300-600km án eldsneytistöku eða hleðslu. Fyrstu tvö atriðin eru í sjálfu sér ekki vandamál fyrr en það síðasta er tekið með í reikninginn, þá fer málið verulega að vandast og þar standa rafmagnsbílar verulega höllum fæti.
Einar Steinsson, 14.2.2008 kl. 19:12
Einmitt!og þarna á loftknúinn bíll einga möguleika,varðandi eldsneytisforða,kraft og stærð.Höldum okkur bara við bensínið og diselinn.
jósep sigurðsson, 14.2.2008 kl. 21:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.