26.2.2008 | 20:05
Aðgát skal höfð í nærveru sálar.
Að sjálfsögðu eigum við að bera ábyrgð á orðum okkar og gjörðum.Þörf áminning á þá sem oft fara hér offari og jafnvel með ósannindi.Tel að margir hafi beðið eftir þessum dómi.
Sekur um meiðyrði á bloggi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 1462
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Vid høfum engann rétt til ad taka fólk af lífi er thad???
Gulli litli, 26.2.2008 kl. 20:15
Sæll Jósep. Ég var mjög ánægð með þennan dóm. Því miður hef ég séð ljótari setningar en þessar sem voru viðhafðar þarna. Ég las blogg hjá bloggvini mínum þar sem gestur á blogginu líkti öðrum gesti á blogginu við sjálfan djöfulinn. Margt annað hef ég lesið sem mér finnst algjör viðurstyggð og vona ég að fólk læri aðeins núna eftir þessa aðvörun. Ekki fannst mér Össur sem er ráðherra vera til fyrirmyndar nú nýlega á blogginu sínu og það vildi ég óska að hann yrði kærður. Hann þó ráðherra sé þarf líka að sýna kurteisi en mér finnst oft eins og hann hafi gleymt þeim lærdómi. það hlýtur að vera að honum hafi verið kennt í æsku eins og öðrum börnum um hvað er rétt og rangt í samskiptum við annað fólk?????? Það er samt kannski spurning???
Rósa Aðalsteinsdóttir, 26.2.2008 kl. 20:28
Gulli,nei við höfum engan rétt til þess.
Sæl Rósa.Sammála,já skrif Össurar voru honum til stórfelldrar minnkunar og sæma ekki ráðherra.Það er fullt af bloggurum hér sem mættu nú gæta orða sinna betur,í það minnsta að vera með sannleikann í fyrirrúmi en ekki slúður og dylgjur.
jósep sigurðsson, 26.2.2008 kl. 21:06
Sæll frændi.
ER alveg sammála þér um ábyrgð okkar og gerðir. En hvenær er rétt að dæma menn fyrir orð skrifuð eða sögð, og hvaða orð ættu þá að vera á þeim bannlista??? Mér finnst nefnilega þegar farið er að dæma fólk fyrir það sem það skrifar, að þá sé komið háskalega nálægt því sem mætti kalla RITSKOÐUN, og ekki viljum við hana, eða hvað? Svo er það líka svo einstaklingsbundið hvað menn taka nærri sér, það sem sagt er. Ég hef oft verið kallaður rasisti þega rætt er um annara þjóða fólk, og er hinn ánægðasti með það, Svo finnst mér það sem ég er búinn að vera hér inni á þessum vettvangi að hann sé ekki fyrir aðra en harðjaxla sem þola smá orðahnippingar. Hinir ættu bara að halda sig þar sem kristilegu kærleiksblómin spretta.
Kveðja
Ari Guðmar Hallgrímsson, 26.2.2008 kl. 22:21
sæll frændi.
Já ritfrelsið er vandmeðfarið og menn verða nú að geta höndlað þá krítík og gagnrýni sem þeir fá ef hún er málnefnanleg og rökstudd.En þegar menn eru farnir að meiða og jafnvel fara með ósannindi þá segi ég stopp.Já þessi vettvangur er ekki fyrir neinar gungur.
Kveðja.
jósep sigurðsson, 27.2.2008 kl. 00:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.