1.3.2008 | 19:52
Hvað!er fólk farið að hugsa?
Það er staðreynd lengi vel,að aldraðir búa við misjöfn kjör.Þar spila lífeyrissjóðir stóran þátt.Það hlýtur að vera mjög einfalt,að fólk sem stritað hefur alla ævina,í eigin húsnæði og haft það þokkalegt í streðinu.Það þarf að borga af húsnæðinu,þó svo það sé dottið út af vinnumarkaðinum.Margt af þessu fólki á varla fyrir mat er það fer á lífeyririnn.Það er ekki eftirsóknavert að verða gamall á íslandi.Ég er alvarlega að hugsa um það,að kaupa mér íbúð erlendis þar sem ódýrara er að lifa.
10% í elsta aldurshópi fá engar lífeyrissjóðstekjur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 1467
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Jósep. Íslensk stjórnvöld ættu að skammast sín vegna framkomu sinnar við eldri borgara. Þakka þér fyrir að skrifa þennan pistil til að vekja enn einu sinni athygli á þessari þjóðarskömm. Það þarf að veita ríkisstjórn Íslands aðhald. Ég var svo bjartsýn að allt lagaðist þegar Jóhanna færi í félagsmálaráðuneytið en ennþá er verið að bíða eftir að tími Jóhönnu komi. Minn tími kemur sagði Jóhanna. Hún þarf að fara að gera eitthvað róttækt því hún verður ekki lengi í pólitík vegna aldurs en þá mun hún hafa það gott. Það er búið að gulltryggja að vel séð fyrir stjórnmálamönnunum okkar í ellinni en á meðan mega aðrir sjálfsagt snæða það sem úti frýs. Baráttukveðjur
Rósa Aðalsteinsdóttir, 1.3.2008 kl. 23:48
Mér finnst nú tölurnar í greininni ekki vera nógu góðar og vill fá heildartölur yfir tekjur, þær geta komið frá lífeyrissjóði, grunnlífeyri, vinnu, fjármagnstekjum, leigutekjur og þá þarf ennþá að fjarlægja þá sem eiga töluverðar eignir. Svo er það þeir sem búa frítt / eða ódýrt og þurfa þess minna af rekstrarfé. En það er mjög mikilvægt að skoða hag þeirra sem eftir verða og afhverju þeir eru í þessari stöðu.
Mér finnst ekki samgjarnt að ríkið eyði fé sem gæti farið í ungafólkið sem er framtíð þessa lands í gamalt fólk sem hefur ekki borgað í lífeyrissjóð eða þénað mikið svart og tekið margar slæmar fjármálaákvarðanir td. ekki keypt húsnæði eða eytt í reglubundin sparnað, ekki eignast börn og verið góð við þau svo að þau geti hjálpað þeim núna.
Hver er sinnar gæfu smiður, með nokkrum undantekningum sem kallast heppni og óheppni.
Ef að grunnlífeyrir væri 200þúss og myndi skerðast ef fólk fær eitthvað úr lífeyrissjóði, þá eru þeir sem hafa borgað í lífeyrissjóð eða sparað og hafa nú fjármagnstekjur eða leigutekjur hafðir að svo miklu fífli að það er náttúrulega ekki fyndið.
Johnny Bravo, 2.3.2008 kl. 03:12
Sæll Frændi.
Kem til með að eyða dálitlu plássi á síðunni þinni,er sammála þér og Rósu en hef nokkrar athugasemdir við færslu "Johnny Bravo"
...ekki sanngjarnt að ríkið eyði fé sem gæti farið í unga fólkið... sem er framtíð þessa lands... Hverjir sköpuðu þessa framtíð ???
Ef þú hefur fylgst með þessum málum átt þú að vita að lífeyrissjóðir eru ekki eldri en það,að það fer að verða fyrst núna sem menn fá eitthvað úr þeim,en vel að merkja með skerðingu.
... þeir sem búa frítt... Hverjir eru það? ég þekki enga aldraða sem búa frítt.
... þénað mikið svart... Skil ekki samhengið, en svört vinna er tiltölulega ungt fyrirbæri, þannig að ég hef ekki trú á að margir aldraðir í dag hafi auðgast svo á henni að þeir hafi það betra en aðrir.
Slæmar fjármála ákvarðanir eru teknar af öllum ungum sem gömlum..
Þú býrð kannski í Kína þar sem hefð er fyrir því að börnin sjá fyrir öldruðum foreldrum sínum ???
Ég tel mig hafa verið svona þokkalega góðan við mín börn en ætalst ekki til að þau sjái um mig í ellinni.
Þar sem ég skil ekki niðurlagið á þessari samsetningu þinni læt ég fylgja hérna með töflu yfir ellilíeyri eins og hann er settur upp hjá Tryggingamálastofnun
Ellilífeyrir mánaðargreiðsla.
Ellilífeyrir 25.700
Tekjutenging/ grunnregla
Ari Guðmar Hallgrímsson, 2.3.2008 kl. 14:05
Það klikkaði eitthvað systemið
Tekjutenging/ grunnregla
Ari Guðmar Hallgrímsson, 2.3.2008 kl. 14:07
Þetta vill ekki ganga hjá mér en heildarupphæðin á mánuðu er með þessum reglum sem er í fimm liðum130.700
Ari Guðmar Hallgrímsson, 2.3.2008 kl. 14:10
Sæll frændi.
Fékk,..þetta á síðuna mína og var beðinn að koma því áfram Það þess vert að skoða það... Kveðja
www.netsaga.is
Ari Guðmar Hallgrímsson, 2.3.2008 kl. 21:16
sæll frændi.innilega sammála þér varðandi færslu Johnny Bravo,var bara ekki búin að gefa mér tíma til að svara honum.kíki á þessa síða.
kveðja.
jósep sigurðsson, 2.3.2008 kl. 21:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.