11.11.2006 | 17:04
Kuldalegt.
Það er orðið ansi kuldalegt,frost,hálka og snjór.Kaupmenn farnir að auglýsa jólin grimmt,og reynt að höfða sem mest til barna og únglínga.Við foreldranir stöndum ráðalausir gagnvart þessu,því viö eigum öll að vera svo góð á þessum tíma.En þetta fer mjög ílla með píngjuna hjá mörgum,því margir hafa ekki úr svo miklu að spila,en þenja sig eins og frekast er unnt svo einginn fari nú í jólaköttinn.Við eigum nú einn kött,hvort það er jólaköttur eða ekki,en hann hræðir nú eingan,að ég held.Hvað um það,boðskapur minn þessi jól er fyrst og fremst,að sýna kærleik og umhyggju þeim sem minna hafa,borða góðan mat og minnast þess,að ekkert er sjálfgefið í þessum heimi.Við sem höfum það betra en aðrir,þó við séum ekki rík af fjármunum,þá erum við rík af kærleik og leyfum öðrum að njóta þess.Drottinn blessi.
Jobbi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.1.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 1564
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.