Við hvað ertu hræddur?

Að koma fram undir nafni?Eða hafa skoðanir sem falla ekki í fjöldann? Að koma fram nafnlaus með afdráttarlausar skoðanir og staðhæfingar sem svo oft eru rangar.Er ekki rétt.Við eigum að bera ábyrgð á orðum okkar og gjörðum.Svo oft hef ég orðið vitni að því hér á mblblogginu,að nafnlausir bloggarar hafa sett hér fram marga lygina sem hefur meitt og sært,og sumir undir nafni líka.Hinn gullni meðalvegur er vandfundinn,en mér finnst allt í lagi að fara fram á það að bloggarar skrifi undir nafni og beri ábyrgð á sinni síðu.Þú ferð ekki nafnlaus í bankann og færð lán!er það?

                                                                           Whistling


mbl.is Vilja setja hömlur á bloggara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gulli litli

Hey, fá lán takk....

Gulli litli, 26.6.2008 kl. 20:11

2 Smámynd: jósep sigurðsson

sæll öll og takk fyrir kveðjurnar.HEhe Gulli minn lán?hvar fæst það í dag.kveðjur Jobbi

jósep sigurðsson, 26.6.2008 kl. 20:16

3 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Jobbi minn.

Flott hjá þér. Þoli ekki þessa nafnlausu bloggara sem eru í því að níða allt og alla.

Hvernig væri að prufa að fara í bankann og segja lán takk og vera með hauspoka.

Guð veri með þér.

Kær kveðja úr kuldanum/Rósa

Rósa Aðalsteinsdóttir, 26.6.2008 kl. 23:02

4 Smámynd: Sigurður Axel Hannesson

Ég fæ ekki séð hvernig bón um bankalán og nafnlaus skrif á veraldarvefnum séu sambærileg. Þið megið þó gjarnan upplýsa mig um það. :)

Einhversstaðar er fjallað um málfrelsi í lagabálkum. Að sjálfsögðu réttlætir það ekki meiðyrði eða lygar. Það snýst fyrst og fremst - ef mér skjátlast ekki - um frelsi einstaklingsins til að tjá eigin skoðanir, óháð fordómum annarra.

Í stóru kommúnistaríkjunum (Kína, til dæmis), er málfrelsi nánast orðið að fjarlægu hugtaki. Allt skal ritskoðað og dæmt af fáeinum útvöldum; ef það hugnast þeim ekki, má enginn annar njóta þess.

Hvers vegna skiptir það svo miklu máli að fólk komi fram undir eigin nafni, kennitölu, eða öðrum persónulegum upplýsingum?

Rangar staðhæfingar má leiðrétta, með eða án nafnleyndar. Skiptar skoðanir eru einnig af hinu góða. Vel má vera ósammála án þess að efna til óþæginda eða leiðinda af nokkru tagi.

Velkominn til landsins, frændi sæll! :)

Sigurður Axel Hannesson, 4.7.2008 kl. 22:12

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Sæll Jobbi.

Sammála því að öll skrif eiga að vera undir nafni.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 7.7.2008 kl. 09:26

6 Smámynd: jósep sigurðsson

sæl verið þið öll.Siggi,svo sem ekki sambærilegt,en ágæt samlíking.Það er nefnilega ekki alltaf svo auðvelt að leiðrétta rangfærslur og ekki sýst ef þær eru settar fram af rætnum hug öðrum til vansa.Því miður eru hér margir á bak við nafnleynd kastandi skít í náungan.Ekki skammast ég mín fyrir mín skrif. kveðja jobbi

jósep sigurðsson, 7.7.2008 kl. 20:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

jósep sigurðsson
jósep sigurðsson
Hef áhuga svona almennt á lífinu og tilveruni.Áskil mér þann rétt að hafa skoðanir á málefnum og þjóðmálum án þinnar íhlutunar en þér er frjálst að gefa coment án skítkastsjobbisig@gmail.com
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 1462

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

ApologetiX - Love The Jews (Love Me Do / Beatles)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband