14.9.2008 | 18:15
Nú skiftir eingu,lykt eða klipping1
John Barnes, fyrrum leikmaður enska landsliðsins og Liverpool, segir að dagar David Beckham með enska landsliðinu séu endanlega taldir eftir frábæra frammistöðu Theo Walcott í gærkvöld.
Hinn 19 ára gamli Walcott fór á kostum og skoraði þrennu í 4-1 sigri Englendinga á Króötum á útivelli. Barnes bendir á að Fabio Capello hafi úr góðum leikmönnum að moða á hægri kantinum.
"Bæði David Bentley og Shaun Wright-Phillips eru að spila vel um þessar mundir. David Beckham er góður í föstum leikatriðum, en það hefur svo sem ekki skilað okkur miklu til þessa. Það var djörf ákvörðun að setja Walcott í liðið, en hraði hans gefur okkur aukna vídd. Engum varnarmönnum geðjast að því að þurfa að dekka fljóta menn og Wright-Phillips er líka leikmaður með hraða svo framtíðin virðist björt," sagði Barnes.
Hann varar við því að setja of mikla pressu á Walcott. "Hann er frábær leikmaður en við skulum ekki missa okkur. Síðast þegar við gerðum það, þegar hann var valinn í HM hópinn, stóð ferill hans í stað í eitt og hálft ár. Við skulum því leyfa honum að þroskast í stað þess að hlaða á hann pressu," sagði Barnes.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 1462
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónlistarspilari
Myndaalbúm
Af mbl.is
Íþróttir
- Fram - Stjarnan, staðan er 32:22
- Guardiola samdi til 2027
- Þörf á innisundlaugum á Akranesi og Akureyri
- Viggó óstöðvandi í naumum sigri
- Gerðu landsliðsmarkverðinum skráveifu
- Jafnt í Íslendingaslag City áfram
- Landsliðskonan öflug í tapi
- Slóveninn að glíma við meiðsli
- Fyrrverandi landsliðsmanni hraðað á sjúkrahús
- Rannsaka enn mál dómarans
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.