3.11.2008 | 21:27
Mistök að treysta lánastofnunum fyrir hag hluthafa.
Mesti seðlabankastjóri allra tíma,Alan Greenspan var óspart lofaður og hælt um allan heim er hann var seðlabankastjóri USA.Í dag þarf hann að svara fyrir störf sín frammi fyrir fulltrúadeild Bandaríkjaþings.Mestu mistök hans voru lágir stýrivextir.Þegar netbólan svokallaða sprakk 2001 með miklum hvelli,lækkaði Greenspan stýrivexti hratt og mikið.Enda jafnaði Bandaríska hagkverfið sig fljótt á hruninu.Þessar vaxtalækkanir bjuggu til en stærri blöðru:Fasteignablöðruna sem sprakk í fyrra sem er í raun upphafið að heimskreppuni.Ekki hvarlaði að honum að áhætta væri of lágt verðlögð og að áhættusækni gæti breytt lánsfjárþurð í kreppu það sem meginóttinn snerist um skort á greiðslugetu.Hann hafði vald til þess að stoppa þessi glórulausu útlán sem svo knúðu áfram aukningu í undirmálslánum.Og svo mætti lengi telja.Svo er verið að tala um Davíð.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 1462
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.