3.1.2009 | 11:44
Raddir fólksins?Ekki mín rödd.
Því miður hefur Herði Torfasyni algjörlega mistekist með þessar mótmælaaðgerðir sem hafa breyst í skrílslæti ofbeldi og skemmdarverk.Þarna er listamannaelítan í fararbroddi ásamt vinum og ættingjum.Eru það raddir fólksins?Nei.Auðvitað er maður ekki sáttur við þetta ástand en svona aðgerðir eru ekki okkur til framdráttar.Að draga svo börn og unglinga inn í þetta sýnir hversu mikil ábyrgð þessa fólks er.Allt í einu vita rithöfundar allt um hagfræði,menn sem eru búnir að vera á spenanum meira og minna í formi listamannalauna.Hvernig hefur svo þessi hópur hugsað sér framhaldið?Fyrir mér og mjög mörgum sem ég heyri í er þetta sorgleg sýndarmennska og athyglisþörf.
Mótmælaróður hertur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 1462
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það þarf nú ekki mikið vit til að gera betur en hagfræðingar seðlabankans sýnist manni...og mótmælin á gamlárs hafa ekkert með Hörð að gera..það voru samtök sem kalla sig ógöngur sem skipðulögðu blys gönguna að Borginni. Furðulegt þegar fólk ruglar öllu saman og veit ekkert hvað er hvað þegar það skrifar svona færslur. Ég ætla sko að mæta á mótmælin í dag á Austurvelli og halda áfram að mótmæla spilltum stjórnvöldum og embættismönnum. Þú ræður auðvitað hvað þú gerir og hverju þú mótmælir..ef þá nokkru. En við getum nú samt örugglega verið sammála um hagfræðing seðlabankans..að hann sé dáltið glataður og það sé frekar furðulegt að hafa svona embættismenn í vinnu fyrir þjóðina?
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 3.1.2009 kl. 11:54
Ég greið eina setningu sem Datrínsegir hérna á undan mér:
Furðulegt þegar fólk ruglar öllu saman og veit ekkert hvað er hvað þegar það skrifar svona færslur.
Mér finnst einmitt svo skiljanlegt að fólk ruglu þessu öllu saman.Ékki gat ég séð neinn sýnilega mun á þessu fólki í sjónvarpinu, nema kannski klútana en þeir eru jú til að fólk þekkist ekki.
En verð að taka fram að ég skil alveg að Hörður Torfa geti ekki stjórnað svona hópi frekar en öðrum.
Anna Guðný , 3.1.2009 kl. 12:40
Hörður er maður ársins, ekki spurning og á mikinn heiður skilinn fyrir framlag sitt, það er ekki fátæk þjóð sem á skörunga eins og hann í handraðanum, menn sem eru alltaf til í að standa upp gegn óréttlæti og kúgun, myndi treysta honum betur til að stjórna einum en öllu spillingarhyskinu til samans.
Georg P Sveinbjörnsson, 3.1.2009 kl. 14:00
Sæll Jobbi minn.
Það er leitt þegar fáeinir aðilar eyðileggja fyrir fjöldanum. Ég var stödd á Austurvelli 8. nóv. sl. og það var farið þess á leit við fólk að vera ekki með skrílslæti eða eitthvað annað í þeim dúr. Sem betur fer var ég farin þegar fólk byrjaði að kasta skyri og eggjum í þinghúsið.
En nú langar mig að spyrja hvað við eigum að gera í staðinn? Hvernig eigum við að fá ráðamenn þjóðarinnar til að hlusta á okkur?
Vertu Guði falinn
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 3.1.2009 kl. 21:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.