5.7.2009 | 13:38
Er Eva Joly með fulla 5?
Eva Joly, ráðgjafi sérstaks saksóknara í málefnum tengdum bankahruninu, segir í viðtali við Fréttastofu RÚV að hún vilji að ríkissaksóknari segi starfi sínu lausu.
Hún skorar á hann að segja upp en embætti hans er lögvarið með þeim hætti að stjórnmálamenn geta ekki ráðskast með það. Því skorar hún á hann að segja starfi sínu lausu.
Hún spyr ennfremur í viðtali við RÚV hvað Valtýr ætli að gera á meðan rannsókn efnahagshrunsins stendur yfir. Eva segir að tímafrekustu málin tilheyra efnahagshruninu, sem Valtýr hefur lýst sig vanhæfan til þess að rannsaka en sonur hans er annar forstjóra Exista sem áður átti meirihluta í Kaupþingi.
Hún spyr hvað Valtýr eigi að gera á skrifstofu sinni þar sem hann sé vanhæfur. Eigi hann einungis að fást við smámál með öllu starfsliði sínu. Hann ætti því að biðja um leyfi frá starfinu, sækja um starf í útlöndum eða rannsóknarstyrk.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 1555
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.