5.7.2009 | 17:55
Ef einhver er vanhæfur núna er það hún.
Þetta er ekki sagt í hans embætti. Ég er með það skriflegt frá honum," segir Valtýr Sigurðsson ríkissaksóknari sem segist hafa skriflegt plagg frá Ólafi Þór Haukssyni að krafan hennar Evu er ekki sett fram í nafni embættis sérstaks saksóknara og þar kemur fram að Ólafur er henni ekki sammála.
Hin norskættaða Eva Joly skoraði á Valtý að segja upp starfi sínu sem ríkissaksóknari þegar hún var í viðtali við RÚV fyrr í dag. Þar spurði hún einnig hvað hann ætti að gera í starfi sínu sem ríkissaksóknari þar sem mestur tíminn færi í að rannsaka efnahagshrunið.
Þetta er alveg óskiljanlegt," segir Valtýr og telur málflutning Evu kominn út fyrir allan þjófabálk. Hann segir það óþarfi að gera lítið úr embætti ríkissaksóknara sem hefur ærin verkefni á sinni könnu. Hann segir starfslýsinguna nokkuð skýra og að hana megi finna á netinu hafi Eva áhuga á því.
Ástæðan fyrir því að Eva ræðst svo harkalega á Valtý er sú að sonur hans er annar forstjóra Exista sem áður áttu meirihluta í Kaupþingi sem nú er í ríkiseigu eftir harkalegt bankahrun.
Í kjölfarið lýsti Valtýr sig vanhæfan til þess að koma að rannsókn mála sem varða bankahrunið en það kom þó ekki í ljós fyrr en Eva var búinn að fara í fjölmiðla og krefjast afsagnar hans. Eva krafðist auk þess að þrír sérstakir saksóknarar yrðu skipaðir til þess að skoða hvern banka fyrir sig.
Dómsmálaráðherra er nú langt kominn með frumvarp um þrjá ríkissaksóknara en kröfu Evu um að koma Valtý úr embætti er ekki á færi ráðherrans þar sem embætti ríkissaksóknara er lögvarið.
Nú er komið í ljós að krafa Evu er ekki í samræmi við skriflegt plagg sérstaks saksóknara og því ljóst að málflutningur Evu ekki í samræmi við yfirmann hennar Ólaf Þór.
Aðspurður hvað Valtý finnist um kröfu Evu svarar hann: Ég skil ekki hvert hún er að fara með þessari þráhyggju sinni eða í hvaða farveg þetta fer. Við erum að drukkna í verkefnum hérna."
Það er með eindæmum hvernig Eva JOLLY kemur fram.Persæonulegar árásir og ásakanir eru hennar framlag í rannsókn á hruninu hér.Hún við hefur sama málfluttning og almúginn.Eingin rök bara árásir.Svona hefur hún einmitt alltaf komið fram.Hún og Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn eru eitt versta teymi sem hægt er að fá í heimsókn.ÖLL LÖND sem þau hafa komið í bera þess seint eða aldrey bætur.Ef réttt væri rétt ættu Eva og sjóðurinn og Steingrímur og Jóhanna að koma sér út úr þessu landi og gefa þeim sem vilja reisa hér við VINNUFRIÐ.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 1555
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.