Hraglandi

 

 elvisblog 

Frá því ég man eftir mér hef ég verið einlægur aðdáandi Elvis. Hann bjó til rokkið úr þeirri tónlist sem hann hafði alist upp við,og ekki sýst blues. En fyrst og fremst var það þessi ótrúlega rödd sem greip fólk. Því miður lifði hann þannig lífi sem gerði það svona stutt,en tónlist hans lifir.

   Noll og tott,þrasi og þöngull og svo skralli og skralla.

hvað eiga þessir aðilar sameiginlegt sem að ofan eru taldir. Jú,þetta eru svekktir og sárir einstaklingar sem gengur misvel í lífinu,eru alltaf að finna að,ásaka aðra,þola ekki gagnrýni ef hún beinist að þeim eða einhverjum þeim nákomin. Hafa alltaf rétt fyrir sér,ljúga ekki og vita allt um þig.

Ég þekki fullt af svona fólki,og það sem leiðinlegast er að allir telja þeir sig frelsaða,frá hverju?. Ekki lyginni,ekki óheiðarleikanum,ekki falsinu og hræsninni. Hvar er þetta fólk statt í lífinu? Allsstaðar og hvergi held ég. Það er svona hópur í kringum mig sem hefur svo skipt sér í 2 hópa og meira seiga ákveðið í hvaða hóp ég sé. Því til upplýsingar er ég í hópi Jesús Krists,sem dæmir ekki,tekur ábyrgð á orðum sínum og gerðum fyrr og síðar. Þetta mættu hinir gera til að uppfylla sína trú eða eru þeir villutrúar.? Mín reynsla af kristnum samfélögum er þannig í dag að þar er engum treystandi,það er meira að marka dílerinn eða neitandann út í bæ,því sjaldan lýgur almannarómur. Þetta eru svona smá hugleiðingar inn í helgina, Drottinn blessi ykkur öll.

                                                              Jobbi

 

 

 

 

 


Ruslatunnu -blues.

Efe 4:31 Látið hvers konar beiskju, ofsa, reiði, hávaða og lastmæli vera fjarlægt yður og alla mannvonsku yfirleitt.Efe 4:32 Verið góðviljaðir hver við annan, miskunnsamir, fúsir til að fyrirgefa hver öðrum, eins og Guð hefur í Kristi fyrirgefið yður.

Efe 5:1 Verðið því eftirbreytendur Guðs, svo sem elskuð börn hans.

Mikið hefur gengið á í þessu blessaða samfélagi okkar undanfarið. Fangamál verið mikið í umfjöllum dagblaða og oft farið geyst á þeim bænum. Fangi finnst látin í klefa sínum er það nýjasta. Og bæði blöð og almenningur farin að velta því fyrir sér og staðhæfa hvernig maðurinn lést. Þessi maður var hrakin af Vernd af forstöðumanni þar fyrir fáránlegar sakir,sem ég hef heimildir fyrir innanbúðar. DV tók þennan mann fyrir og endursagði glæp hans,sem hann var þó að ljúka afplánun á og þar með hefði hann samkvæmt öllu venjulegu,orðin kvitt við samfélagið. Hverjum var það til framdráttar að að segja 10 ára gamla frétt? Engum og allra sýst honum og hans nánustu. Eins hef ég tekið eftir að vissir einstaklingar sem telja sig frelsaða og Kristna eru verstir í þessari umræðu og fljótastir að dæma. Hafa þeir eitthvað að fela? Kannski. Eitt veit ég að þegar börnin mín voru að taka fyrstu sporin,og duttu þá sparkaði ég EKKI í þau,ég hjálpaði þeim á fætur. Það gerum við líka við samferðarfólk okkar. Það er ljótt að sparka í liggjandi manneskjur.

                                                    Drottinn blessi.

                                                               Jobbi


Amos 5:14

Leitið hins góða, en ekki hins illa, til þess að þér megið lífi halda, og þá mun Drottinn, Guð allsherjar vera með yður, eins og þér hafið sagt. Þetta mættu þeir sem vilja teljast frelsaðir hafa á bak við eyrað.

VIð eigum að læra að óttast Guð. Margir kristnir eru forvitnir: þeir eru sólgnir í að heyra nýja hluti og jafnvel hneykslanlegan hluti.

 Eyru þeirra eru eins og öskutunnur sem taka við öllu. Ef við frelsumst frá þessu, munum við losna frá mörgum syndum og hjálpa systrum og bræðrum til þess líka.  Það er stundum með ólíkindum hvað sumir eru að blogga um,án þess að þekkja staðreyndir eða vita yfir höfuð nokkuð um viðkomandi mál nema það sem hefur verið skrafað yfir kaffibolla við eldhúsborðið. Sjáið Lúkasarmálið,við sem bloggum berum alla ábyrgð á því sem við setjum á netið og verðum því að gæta þess að segja sannleikann og stökkva ekki fram í reiði og hefnd eins og því miður sumir gera. Það sem er leiðinlegast við þetta er, þegar þessir einstaklingar segjast vera frelsaðir og lifa samkvæmt kærleika Jesús, fengu þeir Kóraninn í staðin fyrir Biblíu?Matteus   6:12  Fyrirgef oss vorar skuldir,  svo sem vér og  fyrirgefum vorum skuldunautum.Matteus  6:14  Ef þér fyrirgefið mönnum misgjörðir þeirra,  þá mun og faðir yðar himneskur fyrirgefa yður.Matteus 6:15  En ef þér fyrirgefið ekki öðrum,  mun faðir yðar ekki heldur fyrirgefa misgjörðir yðar.

Það geistust fram hér á blogginu 2 konur um daginn með mikil gífuryrði,svívirðingar og síðast en ekki sýst rætnar lygar á nokkra aðila. Þessar konur tala túngum tveim en þær lofa Guð þegar það henntar hef ég lesið. Þær eru fullar af reiði og hefnd sem þær vita í raun ekkert hvað þær eiga að gera við. Þeirra blogg er í kærufarvegi og munu þær þurfa að standa reikningsskil orða sinna frammi fyrir dómara á jörðu og svo aftur á himmni fyrir þeim dómara sem æðstur er,Jesús Kristi.

                                                          Drottinn blessi ykkur öll.

                                                                     Jobbi


Að þiggja og gefa.

Oft tökum við lífinu sem sjálfsögðum hlut,´hugsum lítið til náungans,bara um okkur.Ef öðrum gengur vel,erum við gjörn á að ætla honum hið versta. Þetta heitir öfund og þetta hef ég gengið í gegnum sjálfur. Eftir að ég frelsaðist lærði ég að þiggja,ég hafði átt mjög erfitt með að þiggja en alltaf verið duglegur við að gefa og hjálpa fólki þó ég segi sjálfur frá. Oft gerði ég þetta af vorkunnsemi eða til að friða samvisku mína vegna míns lífernis þá. Í dag gef ég með gleði af því að ég get gefið með hreinu hjarta og þá er ég ekki endilega að tala um peninga,það er hægt að gefa meira en þá.Gefa uppörvun,gleði von og trú,gera því greiða í orði og verki. En til þess að geta þetta þarf að læra að þiggja án þess að finna fyrir ölmusutilfinnígu,en þannig leið mér alltaf fyrst. Drottin blessi.

                                                                 Jobbi


DV-Byrgið-Útvarp Saga.

Í helgarblaði DV var farið yfir svokallað Byrgismál,í hvaða farvegi það væri og hver staðan væri alment varðandi þær sakagiftir sem Guðmundur er ásakaður um og svo nú einnig kona hans. Ég var nú hissa að heyra það að hún væri með réttarstöðu sakborníngs.Þessu máli þarf að fara að ljúka og fyrst og fremst þeirra vegna,þetta er orðin allt of langur tími í óvissu og kvöl.Mér er alveg sama um það hvort þau eru sek eða saklaus enda sagt það áður,en þessu þarf að ljúka hvort sem það er dómur eður ei. Það sem vakti forvitni mína voru viðbrögð þeirra og lögmanns þeirra og ekki sýst Jóns Arnarrs, ég sá ekkert í þessari grein sem ekki hefur komið fram,fyrir utan það sem Ólöf sagði varðandi þátt Helgu í þessu máli.Kæra,meinyrðamál og skaðabætur voru svörin frá Hilmari Baldurssyni,þetta var líka sagt varðandi Kompásþáttinn og líka varðandi birtíngu myndbandsins fræga. Hvar eru kærurnar? ef fólk er svona saklaust afhverju er þá ekki kært í staðin fyrir að hóta því bara. Hilmar skólastjóri segir að ekkert hafi verið í gögnum eða upplýsingum frá Helgu er hún var ráðin sem benti til þess að hún væri með réttarstöðu sakborníngs,hver var að fela hvað? Ef þú ferð inn á wilkipedia alfræðiorðabókina geturðu lesið staf fyrir staf það sem kom fram í DV,að undanskyldum þætti Helgu og svo því að lóðirnar væru komnar á nauðúngarsölu það sérðu í lögbirtingi.Þetta mál hefur lagt líf margra í rúst og truflað aðra að reyna að hefja nýtt líf og allir orðnir þreyttir á þessu máli.Því þarf að klára þetta eins og áður var sagt svo þeir sem þurfa að axla ábyrgð geri það og hinir geti snúið sér að daglegu lífi.Það var einkennilegt útspil á útvarpi Sögu á Föstudaginn,og þá væntanlega eftir símtal frá Guðmundi Jónssyni.Það var svona skilið eftir hjá fólki að þar sem ég hefði starfað í Byrginu og þar að auki tengdasonur ritstjóranns,þá væri þetta runnið undan mínum ryfjum. Þvílík fásinna og firra,enda ekki skrítð útvarpsstórinn þar ku sjaldan vera edrú og öll umgerð á stöðinni í kjaftasögu formi eins og flestir vita sem hlusta á hana. Ef Guðmundur heldur þetta,þá er hann mikklu veikari en ég hélt og bið ég Drottinn um lækníngu handa honum.

Drottinn blessi ykkur öll til sjávar og sveita sem sannleikanns leita.

                                                                  Jobbi


Byrgið góða.

Í dag sá einn sig knúin til að skrifa athugasemd við bloggið,Guð er góður. Það sést nú á öllu að hér er á ferð manneskja úr söfnuði sem kendur er við Byrgið.Að þykjast er einmitt orðið yfir það sem var í gangi í Byrginu,þó svo margt gott hafi þar verið gert og það hjálpað mörgum og um það efast ég ekki. En það var mjög mikið um það, að koma fólki á örorku af því viðkomandi nennti ekki að vinna eða féló búið að loka á hann. Fólk skráði sig úr sambúðum þarna til að geta verið í Byrginu og því miður allt gert til að hafa út úr kerfinu eins og hægt væri. Og mjög oft var ýtt undir þetta af stjórnendum Byrgisins og ekki skal gleyma þætti Magnúsar Skúlasonar í að viðhalda og fullnægja fíkn margra er þar voru,en þar fyrir utan nenni ég ekki að svara ip tölum því sumir eru svo litlir að geta ekki komið fram undir nafni en það er ekkert mál að komast að því er maður hefur ip töluna.

                                                                  jobbi


Að treysta Guði.

114-22065 Um helgina var ég að velta fyrir mér hvort ég ætti að taka að mér ákveðið smíðaverkefni í bænum,sem tryggði mér vinnu í vetur og jafnvel fram á sumar. Með tilheyrandi kostnaði og þá sérstaklega akstrinum á milli,þá var ég ekki ýkja spenntur en þar sem ég er nýr í þessum geira virtist þetta vera það eina sem í boði væri. En viti menn,í morgun hringdi í mig húsasmíðameistari hér fyrir austan og bauð mér að taka þátt í nokkrum verkefnum með sér í vetur,og þá er verið að tala um 1 einbýlishús,1 raðhús og sumarhúsasmíði. Sem sagt nóg verkefni heima fyrir,já Guð er góður. Síðan Byrgið dó Drottni sínum hefur allt gengið upp hjá okkur og við eigum líf í fullri gnægð í dag,en það sama er því miður ekki hægt að segja um aðra er þar voru.

                                                                     jobbi


Kaldur eða volgur?

Já nú hefur Borgarstjóri látið taka kælir úr sambandi hjá ÁTVR í Austurstræti. Þetta á víst að minka ásókn ógæfufólks í það að setjast niður á Austurvelli með 1 kaldann. Ég man ekki eftir því,hvorki fyrr eða síðar,að þetta fólk sem notað hefur Austurvöll á góðum dögum hafi pælt í því hvað það var að drekka. Þetta ógæfufólk drekkur hvað sem er og hvar og hvenær sem er. Hvort það er hægt að kaupa 1 bjór eða kippu,breytir ekki þessu ástandi með þennan hóp,þarna vantar önnur úræði. Í þessum hóp í dag eru til dæmis þeir sem voru í Byrginu,þannig að þarna erum við að horfa í raun upp á úræðaleysi stjórnvalda varðandi þennan hóp,og lausnin er ekki að bjóða upp á volgan bjór.

Stuðmenn eða það sem eftir er af þeim voru heldur brjóstumkennanlegir á sviðinu á KB tónleikunum. Nú eiga þeir að hætta enda hætti besti stuðmaðurinn fyrir mörgum árum(Valgeir) og nú er Þórður hættur og með fullri virðingu fyrir Jakobi,þá hefur hann yfirleitt sviðsett verstu uppákomur stuðmanna og þetta er sú versta. Stuðmenn hafa átt mikilli velgegni að fagna á ferlinum og gert fullt af góðum lögum en núna er game over. Hvíl í friði.

                                                                       Jobbi


Menningarnótt??????

Við bjuggumst við þessu segir lögreglan er hún er spurð út í atburði menningarnætur. Smá pústrar hér og þar,og yfirleitt saklaust fólk sem verður fyrir barðinu á fólki sem er ekki að skemmta sér,heldur skemma fyrir öðrum. Ég hins vegar var í fimmtugsafmæli í gær í félagsheimilinu á Borg. Þetta var mjög sérstakt,en nágranni minn,hann Guðni bauð fólki upp á kjötsúpu,kaffi og bjór. Þetta var mjög þjóðlegt og fékk ég þá hugmynd að þegar ég yrði fimmtugur,að hafa annað hvort saltað hrossakjöt eða hángikjöt,en mér finnst bæði alveg sérstaklega gott. Hvernig lýst ykkur á það?

                                                                      Jobbi


Ég-þú-við öll.

Oft heyrir maður;Vegir Guðs eru órannsakanlegir.Þvílík vitleysa,það erum við sem erum órannsakanleg að vissu leiti. Guð lagði sinn veg og okkar líka og setti okkur í áættlun. Hann þekkir því okkur en við ekki hann. Þess vegna þurfum við að rannsaka orð hans til að þekkja okkar áættlun. Sem sagt við þurfum að rannsaka og þess vegna er ekkert órannsakanlegt því mannskepnan er alltaf að skoða og rannsaka umhverfi sitt.Margir tala um tilviljanir er eitthvað skeður,tilviljanir eru ekki til. Af hverju gengur sumt upp og annað ekki? jú það er hluti af áættlun okkar. Fólk trúir á miðla,spákerlingar,anda og svo framvegis. Hvaðan heldur það að þetta sé komið? spámenn og predikarar í biblíuni sáu fram í tíman og líka fortíðina af þv í að Guð vildi það og notuðu það til góðs. Það sama er ekki hægt aðsegja um spáfolk og predikara nútímanns,allt snýst um peninga og að komast af og því er fólk blekkt í stórum stil af þessu fólki. Þetta fólk er ekki í sinni áættlun. Það er gaman að studera þessa hluti og aðsjálfsögðu margar niðurstöður í gangi,en það ætti varla að vera erfitt að trúa á Jesús fyrst hægt er að trúa á þaðsem kemur úr kaffibolla eða reikkelsi hjá spákonu,Jésús var til og gerði þaðsem hann er sagður hafa gert,þetta eru bæði vísindi og sagan sammála um, en þaðer aldrey það sama í bollanum og sjaldan marktækt.

                                                                          Jobbi


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

jósep sigurðsson
jósep sigurðsson
Hef áhuga svona almennt á lífinu og tilveruni.Áskil mér þann rétt að hafa skoðanir á málefnum og þjóðmálum án þinnar íhlutunar en þér er frjálst að gefa coment án skítkastsjobbisig@gmail.com
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 1558

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

ApologetiX - Love The Jews (Love Me Do / Beatles)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband