Svo stutt í jólin

jæja þessi vika er búin að vera hálf skrítinn,kistulagníngin er búin og jarðað næsta mánudag.Þetta er alltaf jafnerfitt,maður sjóast ekki í svona það er víst.En lífið heldur áfram,ég var að stofna fyrirtæki í vikuni,Esekiel ehf og ættla að fara í innfluttníng og smásölu,hef mikla trú á þessu og trúi því að hægt verði að lifa alfarið á þessu,svo er ég með tromp sem ég upplýsi ekki strax,en það er stórt það get ég sagt ykkur.Nú það er enginn jólahugur í mér þessa dagana en meira hjá sumum,ég fer aldrey í jólafíling fyrr en um miðjan Desember,et þá síld og reykji vindla og set útiljós þannig er það nú hjá mér.Konan sér um gjafir og kort,en ég fæ að kaupa handa henni hehe.Hvað um það þetta er gott í bili.Drottinn blessi ykkur.

                                                                 Jobbi


Endir en samt ekki endir.

Job 3:20

Hví gefur Guð ljós hinum þjáðu og líf hinum sorgbitnu?

Job 5:11

til þess að hefja hina lítilmótlegu hátt upp, og til þess að hinir sorgbitnu öðlist mikla sælu;

Öll verðum við fyrir því að missa ástvini og misjafnt hvernig við tökumst á við það.í nótt missti ég bróðir minn sem var mér mjög kær.Hann var búin að vera mjög veikur í stuttan tíma,en samt er þetta áfall þó svo maður hafi grunað hvert stefndi.Á siðustu 4 árum höfum við systkynin misst báða foreldra okkar og þennan bróður.Nokkrum árum áður misstum við annan bróður.Skamt stórra högga á milli eins og sagt er.Það er mikll munur á því að takast á við svona,frelsaður eða ófrelsaður.Þetta er auðvitað mjög sárt og erfitt hvort sem er,en maður hefur meiri skilning og æðruleysi sem frelsaður maður.Árni minn kæri bróðir hvíl í friði og Drottinn blessi þig.

Matt 5:4

Sælir eru sorgbitnir, því að þeir munu huggaðir verða.

                                                 Jobbi


Kuldalegt.

Bandit Það er orðið ansi kuldalegt,frost,hálka og snjór.Kaupmenn farnir að auglýsa jólin grimmt,og reynt að höfða sem mest til barna og únglínga.Við foreldranir stöndum ráðalausir gagnvart þessu,því viö eigum öll að vera svo góð á þessum tíma.En þetta fer mjög ílla með píngjuna hjá mörgum,því margir hafa ekki úr svo miklu að spila,en þenja sig eins og frekast er unnt svo einginn fari nú í jólaköttinn.Við eigum nú einn kött,hvort það er jólaköttur eða ekki,en hann hræðir nú eingan,að ég held.Hvað um það,boðskapur minn þessi jól er fyrst og fremst,að sýna kærleik og umhyggju þeim sem minna hafa,borða góðan mat og minnast þess,að ekkert er sjálfgefið í þessum heimi.Við sem höfum það betra en aðrir,þó við séum ekki rík af fjármunum,þá erum við rík af kærleik og leyfum öðrum að njóta þess.Drottinn blessi.

                                              Jobbi


Uppruni jólana?

Þar sem óðum styttist í jólin langar mig að setja hér inn grein sem ég rakst á um uppruna jólana.

Sjálft orðið jól er af óljósum uppruna og í reynd getur enginn með fullri vissu sýnt fram á óyggjandi merkingu þess. Af þessum sökum látum við orðið sjálft liggja milli hluta en snúum okkur strax að því sem það tengist 
-hátíðinni sem haldin er undir lok desember ár hvert.

Í bók sinni "Saga daganna", ritar Árni Björnsson, þjóðháttafræðingur, svo um jólahald hér á landi: "Jólin urðu frá upphafi meginhátíð ársins því að þau tóku við af eldri skammdegisgleði þegar menn höfðu einna rýmstan tíma frá vinnu og nóg að bíta og brenna."(bls.24). Auk þess segir hann (bls. 314-15) þetta um jólin: "Þau eiga sér á norðlægðum slóðum ævaforna sögu tengda vetrarsólhvörfum. Ekki er nákvæmlega vitað hvenær jól voru haldin í heiðnum sið, sennilega með fullu tungli í skammdeginu. Ekki vita menn heldur hvernig þau voru haldin, nema að þau voru "drukkin" með matar-og ölveislum. Norræn jól féllu síðar saman við kristna hátíð. Svipuð kristnun heiðinna hátíða um þetta leyti hafði áður átt sér stað suður við Miðjarðarhaf og var þá ýmist minnst fæðingar Krists eða skírnar. Á 4. og 5. öld komst sú venja víðast á að minnast fæðingarinnar 25. desember en skírnarinnar og tilbeiðslu vitringanna 6. janúar, og má þangað rekja jóladagana 13 á Íslandi. Helgi aðfangadagskvölds á rót sína í vöku sem almenn var kvöldið fyrir katólskar stórhátíðir, enda var oft talið að sólarhringurinn byrjað á miðjum aftni -klukkan sex."

Flestar þjóðir á norðurhveli jarðar sem heimildir hafa varðveist frá, hafa haldið meiriháttar hátíð í nánd við vetarsólhvörf að því er virðist til að fagna hækkandi sólargangi. Eftir því sem atvinnuhættir urðu fjölbreyttari bættust sífellt nýir þættir við hátíðahaldið svo sem frjósemisdýrkun, minning forfeðra og tilbeiðsla guða og goðmagna. Víða gleymdist frumorsök hátíðarinnar smám saman að mestu. (Saga daganna bls. 315). 

Til að byrja með voru jól ekki haldin í fornkirkjunni 
Hinir fyrstu kristnu menn og söfnuðir héldu ekki upp á fæðingardag Jesú. Áherslan var f.o.f. á því hvað hann hafði gert í lifanda lífi og hjálpræðisverki hans, dauða á krossi, upprisu og himnaför. Það virðist heldur ekki hafa verið algengt að almenningur héldi upp á fæðingardag sinn, það gerðu einkum höfðingjar og konungar (sbr. Heródes).
Í Nýja testamentinu er hvergi tekið fram hvaða ár Jesús hafi fæðst. Ekki er heldur getið um í hvaða mánuði eða á hvaða degi það gerðist.Einungis er sagt að hann hafi fæðst þegar fyrsta manntals-skráningin var gerð, en það var þegar Ágústus var keisari í Róm. Það var á sama tíma og þegar Kýreneus nokkur var landstjóri á Sýrlandi. Um námkvæmari tímasetningar er ekki fjallað í Nýja testamentinu. Fræðimenn álíta nú að Jesús hafi fæðst á bilinu 6-4 fyrir upphaf okkar tímatals. 

Nýja testamentið tilgreinir sem sagt ekki fæðingarár Jesú og því síður mánuð eða fæðingardag. Með hliðsjón af Nýja testamentinu gæti hann eins verið fæddur á miðju sumri. Það viðhorf var ríkjandi í frumkristni, eins og fyrr sagði, að ástæðulaust væri að halda á lofti fæðingardegi fólks, skírnin og andlátsstundin voru mikilvægari tímamót í lífi fólks. Snemma, eða í byrjun 3. aldar, tóku kristnir menn samt að velta fyrir sér fæðingardegi Jesú. E.t.v. var það gert v.þ.a. í tengslum við fyrrnefndan sið að halda upp á afmælisdag þjóðhöfðingja. Jesús var höfðingi lífsins og því full ástæða í vaxandi kirkju til að halda upp á fæðingu hans í þennan heim. Í því sambandi sjást tilnefndir dagar eins 2. og 6. janúar, 23. og 28. mars, 18. og 20. apríl, 20. maí, 17. nóvember og 25. desember. Þessi fjöldi tillagna sýnir að sennilega hafa menn ekkert vitað um fæðingardaginn með neinni vissu. 

Hvaða dag fæddist Jesús?
En þrátt fyrir alla óvissuna var 6. janúar dagurinn sem af flestum í fornkirkjunni var talinn rétti dagurinn. Elstu heimildir um þann dag sem fæðingardag Krists er frá gnóstíkera-söfnuði í Egyptalandi um árið 200. (Gnóstikerar voru menn sem tölu sig geta öðlast sérstaka þekkingu -"gnósis" á grísku- um andleg mál og hinstu rök tilverunnar, þekkingu sem veitti þeim sáluhjálp. Gnóstisismi var þessi stefna kölluð og var henni hafnað af fornkirkjunni sem villutrú). Á 4. öld er víða við Miðjarðarhaf og Gallíu (Frakklandi) haldin þann 6. janúar svokölluð opinberunarhátíð (epiphania) Jesú Krists. Þá var minnst fæðingar hans í Betlehem, skírnar í ánni Jórdan og fyrsta kraftaverksins í brúðkaupinu í Kana í Galíleu. Síðar bættist svo við þennan dag minning vitringanna frá Austurlöndum og mettun 5 þúsunda. 

Megin ástæða fyrir því að fornkirkjan valdi þennan dag, 6. janúar sem fæðingardag Krists, er talin sú að með þessu hafi kirkjan viljað hafa betur í samkeppni við fylgjendur Osíris-Aion trúarinnar í Alexandríu (í Egyptalandi) sem héldu mikla hátíð þessa nótt. Sú hátíð sótti hins vegar upphaf sitt til árvissra flóða í ánni Níl, sem talin var hin mikla blessun Nílardalsins, en þeim lauk um þetta leyti árs (Saga daganna bls. 327). 

Ástæða þess að minningin um fæðingu Jesú var látin falla saman við skírn hans stafar af því að margir kristnir menn í fornöld álitu að Jesús hafi ekki orðið guðlegur fyrr en með skírninni þegar erfðasyndin var þvegin af honum. Þetta viðhorf var síðar talið rangt af öllum þorra kristinna leiðtoga fornkirkjunnar og frá því fallið. Flestir töldu þeir að Jesús sem maður hefði þegar verið guðlegur við getnaðinn og verið það upp frá því. Þetta sýnir t.d. postulega trúarjátningin ("getinn af Heilögum anda") og einnig Níkeujátningin, sem er útbreiddust fornkirkjulegra játninga. 

Fyrir tilstilli Konstantíns rómarkeisara fengu kristnir menn trúfrelsi árið 313 eftir langvarandi ofsóknir og 380 var kristnin gerð að ríkistrú. Á 4. og 5. öld féll opinberunarhátíðin 6. janúar smám saman í skuggann fyrir 25. desember sem þar með varð fyrir valinu sem minningardagur fæðingar Krists. Ástæður þess vals voru sögulegar. Þannig var, að frá því löngu fyrir Krists burð, hafði sá siður haldist í Rómaborg að halda skammdegishátíðina Saturnalia. Hún var kennd við frjósemisguðinn Satúrnus og hófst um miðjan desember og stóð í nokkra daga. Þá héldu menn veislur og öll vinna féll niður. Önnur rómversk hátíð var haldin í byrjun janúar og kennd við krossgötur (compatalia). Hún stóð líka í nokkra daga með miklum veisluhöldum. Þriðja hátíðin -Kalendae Januariae- nýárshátíðin, tók síðan smám við af hinum tveim og nýársdagurinn færður til 1. janúar. Þetta gerðist árið 153 f. Kr.

25. desember verður fyrir valinu
Eftir því sem stjarnfræðiþekking jókst á þessum tíma fóru menn að reikna út vetrarsólstöður með meiri nákvæmni. Í samræmi við þessar rannsóknir ákvað Júlíus Sesar árið 46 f. Kr. að sólhvarfadagur á vetri væri 25. desember. (Júlíanska tímatalið er við hann kennt). Þessi dagur var kallaður "fæðingardagur innar ósigrandi sólar" ("dies natalis solis invicti" á latínu) og varð hann brátt hinn mesti hátíðisdagur í Rómaborg. Þessi dagsetning var látin halda sér þó síðar kæmi í ljós að sólstöðudagurinn færðist með hverju ári framar í desember. Það varð v.þ.a. menn lagfærðu ekki tímatalið með hlaupaársdegi fjórða hvert ár. 
Svo segir í "Sögu daganna" eftir Árna Björnsson um þessa hluti á bls. 328: "Á stjórnarárum Árelíusar keisara, 270-75 e. Kr. var þessi sólardýrkun gerð að einskonar ríkistrú. Sólardagurinn dró að sjálfsögðu til sín ýmsa siði frá fyrrnefndum eldri hátíðum sem voru hvor sínum megin við hann. Fljótlega á 4. öld eftir, að kristnir menn hlutu trúfrelsi í Rómaveldi, virðist sú skoðun hafa komist á kreik eðal kristinna söfnuða að sólardagurinn 25. desember væri í raun fæðingardagur Jesú Krists. Þetta sést fyrst með vissu í rómversku almanaki frá 354 en út frá þeirri dagsetningu virðist þegar gengið í ártíðaskrá frá 336. Ekki er samt augljóst hvort um kirkjulega hátíð er að ræðia eða einungis sögulega minnisgrein. Það varð ekki fyrr en um 440 sem æðstu menn í ýmsum helstu höfðustöðvum kirkjunnar ákveða að 25. desember skuli opinberlega haldinn hátíðlegur sem fæðingardagur Krists. Fornkristinn sýrlenskur höfundur hefur lýst því einkar skilmerkilega af hverju fæðingarhátíðin var færð frá 6. janúar til 25. desember: ´Ástæðan til þess að forfeður vorir færðu hátíðina frá 6. janúar til 25. desember var þessi: Heiðingjarnir voru vanir að halda hátíðlega fæðing sólarinnar og kveiktu elda við þau tækifæri. Kristnir menn tóku einnig þátt í leikum þeim og gleði sem þessu fylgdi. Þegar hinur kristnu kennimenn sáu að hátíðin dró kristna menn að sér, sáu þeir svo um að hin sanna fæðingarhátíð færi fram þann dag, en opinberunarhátíðin 6. janúar. Og þeir heldu áfram þeim sið að að tendra ljós.´"

Einstaka kirkjudeildir héldu þó fast við fyrri sið að halda upp á fæðingu Krists 6. janúar. Þeirra á meðal var kirkjan í Jerúsalem og Armenska kirkjan. Austurkirkjan heldur, eins og fyrr sagði, upp á fæðingu Jesú þann 6. janúar.

Kristnir leiðtogar í fornkirkjunni réttlættu valið á sólarhátíðinni 25. des. með því að Kristur væri "hin eina sanna sól réttlætisins" (Malakí 4:2). Og fyrst heiðingjarnir höfðu helgað sólstöðudaginn "hinni ósigrandi sól", þá væri full ástæða til að helga þennan dag hinni einu sönnu ósigrandi sól eða ljósi, Kristi, sem sjálfur sagðist vera ljós heimsins og sigraði myrkur dauðans í upprisu sinni.

Eftir því sem kristnin breiddist út um Evrópu tók hún upp ýmsa siði sem fylgdu hinum fornu heiðnu trúarbrögðum svo sem notkun kristsþyrnis (e-k runni), mistilteins, jólatrésins og að halda brennur. 

Í gegnum aldrinar hafa ýmsir kristnir menn andmælt jólahaldi. Helstu ástæður eru þessar: 1. Andstaða gegn kirkjuyfirvöldum sem vilja festa í sessi opinbera hátíðisdaga. 2. Andstöðu gegn drykkju, veisluhöldum og ýmis konar siðleysi sem fylgir hátíðum, einnig jólunum. 3. Þeir vilja ekki að nein tengsl séu milli kristinnar trúariðkunar og heiðinna trúarhugmynda og siða. Siðbótarmaðurinn Kalvín og fygjendur hans, amerískir púrítanar og margir presbyterianar héldu ekki jól. Það gerðu hins vegar Lúther og flestir aðrir siðbótarmenn í Evrópu. Um miðja tuttugustu öld má segja að nær allar kristnar kirkjudeildir um víða veröld haldi jól með einum eða öðrum hætti.

Hvað um jólatréð?
Eitt af því sem smám saman var tekið upp í jólahaldi í hinni kristnu Evrópu var jólatréð. Það á hliðstæðu í heiðnum hátíðum fornum þar sem áhersla var á frumtréð mikla "ask Yggdrasils" sem í fornum heiðnum goðsögnum var talið standa í miðju heimsins. Eflaust á það rætur að rekja til sögunnar um lífsins tré í aldingarðinum Eden því að frá þeirri sögu hafa ýmsar heiðnar goðsangir þróast. Það var venja hjá heiðingjum að fólk skreytti hús sín með grænum greinum um nýárið og gaf þær öðrum sem gæfumerki. Sama er að segja um Kristsþyrninn og mistilteininn í Bretlandi. Sígræn tré vöktu furðu manna og aðdáun og töldu margir þau búa yfir goðmögnuðum krafti. Þannig tengdust þau gjarnan heiðninni og trú á guðlega krafta í náttúrunni. Árni Björnsson segir í bók sinni Sögu daganna að um árið 1100 hafi verið byrjað á því að sýna helgileiki innan kirkju og utan. Þar stóð skreytt tré á miðju sviði og átti að tákna skilningstré góðs og ills. Það líktist nútíma jólatré nema kertin vantaði eins og reyndar var um hin fyrstu jólatré. 

Menn geta svo sem deilt um það hvort kristnir menn eigi að hafa jólatré í hýbýlum sínum og kirkjum um jólin, en eitt geta þau vissulega minnt okkur á: Kristur talaði um sjálfan sig sem hið græna tréð. 1. slámur Davíðs segir frá sígrænu tré sem lætur ekki af að bera ávöxt og líkir því við þann sem hugleiðir lögmál Guðs (orð hans) dag og nótt og lánast þess vegna allt sem hann gjörir. Ef við höfum jólatré á heimilum okkar og kirkjum, skulum við gjarnan láta það minna okkur á þetta. 

Hvaða afstöðu eigum við að taka?
Rómversk kaþólska kirkjan helgaði smám saman nánast hvern einasta dag ársins minningu einhvers af hinum svokölluðum dýrlingum. Eins var heiðið hátíðarhald á heiðnum trúarlegum hátíðisdögum afnumið og sömu dagar notaðir til að minnast einhvers merkisatburðar í lífi og starfi Krists. Jólin eru skýrasta dæmi um þetta. Þannig hurfu hinar heiðnu hátíðir smám saman og minning þeirra þar með úr hugum fólks og þær féllu nánast í gleymsku. Þannig mótaði kristnin hugarheim fólks og daglegt líf þess æ meir. Þetta var í reynd góð aðferð til að "hertaka hverja hugsun til hlýðni við Krist" eins og segir í 2. Kor.10:5. 

Páll postuli segir í 1. Kor.6:12: "Allt er leyfilegt, en ekki er allt gagnlegt. Allt er leyfilegt en ég má ekki láta neitt fá vald yfir mér." Og aftur í 10:23: "Allt er leyfilegt en ekki er allt gagnlegt. Allt er leyfilegt, en ekki byggir allt upp. Enginn hyggi að eigin hag, heldur annarra." Við sem erum ekki undir lögmáli eins og Gyðingarnir voru, megum og getum notað hvað sem er ef það getur orðið okkur eða öðrum til andlegrar uppbyggingar og eflt Krist, orð hans og áhrif í lífi okkar, á heimilum okkar og í söfnuði okkar. Verum ekki smámunasöm svo að við áreitum hvert annað eða aðra út af hlutum sem ekki skipta höfuðmáli. Almenningur sem heldur jól og hefur jólatré á heimilum sínum má ekki vera ásteytingarsteinn eða hneykslunarhella okkar. Látum fólk um það sem það vill gera, en notum jafnframt tækifærið til að benda því á þá tilvísun til Jesú Krists sem þessir hlutir hafa. 

Við kristið fólk erum frjáls að því að gera hvað sem við viljum, ábyrgð okkar er hins vegar sú að það sé gagnlegt og uppbyggilegt og í kærleika gjört. Þannig getum við haldið sólstöðuhátíð og þakkað Guði fyrir sólina og að skammdegið skuli hopa fyrir hækkandi sól. Eins getum við haldið nýárshátíð og fagnað nýju ári í nafni Drottins þó svo heiðingjar hafi notað þau tímamót til að halda miklar trúar-og svallhátíðir. Það er jafnvel gott að gefa þannig "heiðnum" dögum nýtt innihald til þess að hin heiðna minning þeirra hverfi. Drottinn á jörðina og allt sem á henni er. Davíð konungur segir í 24. sálminum: "Drottni heyrir jörðin og allt sem á henni er, heimurinn og þeir sem í honum búa." Þannig er ekkert vanheilagt í sjálfu sér. Lesum hin vísu orð Páls í Róm.14:13-23 en þar stendur að það sem ekki er af trú, sé synd. Í þessu sambandi merkir synd það að missa marks, hafa ekkert gildi.

Við skulum því með góðri samvisku halda upp á komu Krists í heiminn 25. desember, þó svo að sá dagur hafi áður verið notaður að heiðingjum til að fagna rísandi sól. Í því felast engar andstæður, þvert á mót. 


Hvað er númer 1?

Í mínu lífi er Jesús númer 1 og svo fjölskyldan.Kona og börn eru það dýrmætasta sem Drottinn gaf mér og að því skal hlúa og umgangast með virðingu.Mér leiðist afskaplega þegar menn tala niðrandi til konu sinnar og barna,en þetta er því miður allt of algengt.Ég var ekki barnana bestur kannski á þessu sviði,en Drottinn opnaði augu mín á þessu sviði eins og öðrum.Það er ekki út í loftið sem Drottinn talar mikið um fjölskylduna og einíngu hennar og samsettníngu hennar sem er samkvæmt orðinu,karl,kona og börn.Ekki tveir karlmenn eða tvær konur.Maðurinn er höfuð fjölskyldunar og skal verja hana fyrir öllum þeim árásum sem á hana eru gerðar hvort sem þær eru andlegar eða frá Djöflinum komnar.Því segi ég:ef þú ert karlmaður verðu þá konu þína og börn og vertu sá karlmaður er fjölskyldan væntir og treystir á.

                                                            Jobbi


Slydda og slabb/rok og rigníng.

Já gott fólk,þetta er veðrið undanfarna daga.Er búin að vera með þráláta flensu undanfarið,en er að sjá fyrir endan á henni,lof sé Guði.Nú er bara beðið eftir að viðgerð ljúki á Rover en það verður sem fyrst.Frúin fékk sér Reno Meganic 2,enda ekki þorandi að setja undir hana Roverinn.Nú er hægt að setja inn tónlist og myndbönd á bloggið og mun ég gera það næstu daga.Annars er allt gott að frétta úr sveitinni.

                                                                 Jobbi


Dýrt er það.

Já,það kostar 1550 til 1700,000 að gera við Land Rover og það finst Sjóvá borga sig.Sama er mér þeir borga.Réttingaverkstæðið Réttur gerir við hann og þeir lofa honum jafngóðum ef ekki betri.Það sem stendur náttúrulega upp úr þessu öllu er að Eva og Kristberg sluppu með skrekkinn,dýrð sé Guði.Nú spyr sig einhver,er hann að þakka Guði fyrir veltuna?nei fyrir þá vernd sem þau voru í er þetta skeði.Við erum að upplifa mikinn vöxt og blessanir í Guði undanfarnar vikur og mörg mál að leysast sem virtust óleysanleg.já svona er Drottinn.Eftir að hafa búið saman í 16 ár,þá erum við fyrst núna að ná saman sem fjölskylda og sú einíng sem á að vera þar er að fæðast,


Er komin vetur?.

Ansi er nú kalt þessa dagana,farið að grilla í veturinn.Nú eru komnar 3 vikur frá því Eva velti Rovernum,en allt í hnút hjá Sjóvá,nýasta útspilið hjá þeim er að gera við bílinn því hann er dýrari en þeir héldu til að borga hann út.Eru þeir núna að bræða það með sér hvort verður,en á meðan erum við bíllaus sem er ekki got hér í sveit.Hvað um það ég lagði þetta bara á Drottinn eins og allt mitt líf,Guð er góður.Amen

                                                                     Jobbi


Hjónanámskeið.

Sælt veri fólkið.Um síðustu helgi var hér í Byrginu hjónanámskeið út frá biblíuni og hver áætlun Guðs er með hjónabandið.Þetta var vel sótt og ég fór að sjálfsögðu með konuni,hana langaði á þetta hehe smá djók.Ég hafði gott af þessu og öðlaðist annan skilning á því sem við köllum hjónaband.Hjónaband er eins og fyrirtæki sem hefur góðan forstjóra sem aftur hefur góðan aðstoðarmann sem getur tekið þátt í ákvarðanatöku,þó svo forstjórinn hafi endanlegt ákvörðunarvald.Til að svo megi vera verða þeir að bera virðingu fyrir hvor öðrum og umbera og virða skoðanir hins aðilans.Svona er hjónabandið,kærleikur,virðing,ást og þolgæði,ef þetta er haft að leiðarljósi verður sambúðin léttari en annars væri,því við þékkjum vel hvernig þetta var áðr og hvernig þetta er nú.Ekkert er fullkomið og okkur verður öllum á,en meðan við reynum að gera eins og stendur í orðinu farnast okkur vel. Drottinn blessi .

                                                                          Jobbi


Loksins

SvalurJæja gott fólk,það er nú allnokkuð síðan ég hef skrifað hér,sennilega vegna áfalls við að konan skyldi velta Rovernum og eyðiléggja.Nei smádjók,auðvitað brá manni enn ekki bílsins vegna,hann er bara járnbúr til að komast frá a-ö.Sem betur fer slasaðist hún ekki mikið og Kristberg slapp alveg,Drottinn sér um sína.En að þetta skyldi ské á Nesjavallavegi vekur upp ýmsar spurníngar hjá mörgum og ekki sýst í ljósi þess að þetta er þriðji bíllinn sem við missum á þessari leið á aðeins 2 árum,2 oltið og einn brunnið.Sumir segja að það sé bölvun á þessari leið,en því ætti það að vera frekar þarna en annarsstaðar?Ég neita þessu í Jesú nafni,að Drottinn yfirgefi mann frekar á þessari leið frekar en öðrum,ef við á annað borð erum frelsuð og lifum samkvæmt orði hans,er hann yfir öllum okkar kringumstæðum alla daga og nætur og hvar sem við erum.Eða hvað heldur þú.Drottinn blessi.                                                 

                                                                     Jobbi


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

jósep sigurðsson
jósep sigurðsson
Hef áhuga svona almennt á lífinu og tilveruni.Áskil mér þann rétt að hafa skoðanir á málefnum og þjóðmálum án þinnar íhlutunar en þér er frjálst að gefa coment án skítkastsjobbisig@gmail.com
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 1562

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

ApologetiX - Love The Jews (Love Me Do / Beatles)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband