20.9.2006 | 17:28
Loksins-Loksins.
Ég hef ekki verið duglegur að skrifa undanfarið,bæði mikið að gera og breytingar á mínu starfi hér í Byrginu.Sennilega er ég farin að ganga í minni köllun sem er að hjálpa,leiðbeina og fræða og svo náttúrulega lofgjörð en hún er besta tengingin mín við Jesús.En allt gefur þetta mér mjög mikið og hjálpar mér jafnvel meira en þeim sem ég hjálpa,segi svona.Fyrstu haustlægðirnar eru að koma,sem sagt rok og rigning.Við erum flutt í Esikel(hvíta húsið) það er allt annað ,meira heimili.
Að öllu óbreyttu fáum við húsið okkar í Desember þannig að við verðum hér fram á vorið,enda væsir ekki um okkur hér,góður andi og gott fólk.Hvað viltu hafa það betra.
Drottinn blessi. Jobbi.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.8.2006 | 22:51
Getz???????????????
Jæja það er búið að vera nóg að snúast eftir að við komum heim.Taka til,skólasettníng hjá strákunum og síðas en ekki sýst koma Rovernum á verkstæði,en þar er hann núna í góðu yfirlæti.Þeir létu mig hafa Getz 1600 sjálfskiftan,rafmagn í öllu nýr bíll,en þetta er samt bíll sem mig langar ekki að vera lengi á,ágætur á malbiki en vonlaus á mölinni,manni líður eins og maður sé dregin hratt á snjóþotu yfir malarhaug.Það var lofgjörð í kvöld eftir langt hlé,það var æðislegt,enda farið að vanta á batteríið.Fór í bæinn í dag og sótti fullann bíl af sælgæti og Hreinsi keypti sér nýjan snérill svo nú er hann Hreinsi snérill.
Jobbi
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.8.2006 | 00:12
Komin heim.
Loksins erum við komin heim,þvílíkt ferðalag á bíl sem ekki er í lagi en samt ökufær.Hann eyddi eins og 2 amerískir á leiðinni heim og rétt drullaðist áfram ef á brattann var að sækja,fínn niður í móti.
Hvað um það,rosalega verður gott að geta sofið í sínu eigin rúmi eftir þetta slark,liggjandi ýmist á vindsængum eða annara manna rúmum án þess að ég sé nokkuð að hallmæla því,samt sem áður heima er best,þó við í sjálfu sér séum á milli heimila eins og er,en það er bara tímabundið.Strákarnir voru voða fegnir að koma heim,sérstaklega Kristberg,en nú er best að fara að leggja sig.
Jobbi
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.8.2006 | 14:08
BSA-Jólin?????????????
Ja hérna!Ég fór með bílinn til BSA en þar á bæ klóruðu menn sér bara í hausnum og töldu sig ekki geta fundið hvað væri að hvað þá lagað það,en töldu þetta geta verið oliuspíss og það væri í lagi að keyra bílinn svona.Eftir að hafa talað við Úlfar hjá B&L sagði hann að ég skyldi þá keyra bílinn,það væri þá á ábyrgð BSA.Ekki nóg með það nú loga öll ljós í mælaborði og er það líkast fullskreyttu jólatré.Eitt veit ég,ég er virkilega fúll út í Land Rover í dag.
Jobbi
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.8.2006 | 16:18
BSA í fyrramálið.
Ég hringdi í B&L vegna biluninar í Rover,þeir vilja að farið sé með bílinn á verkstæði BSA á Akureyri þar sem þetta falli undir ábyrgð og því ekki æskilegt að bíllinn sé keyrður suður.Og ekki nóg með það ég á að mæta með hann kl 8 í fyrramálið og við á Riben.Ég vona bara að þetta sé ekki mikið og ég fái bílinn samdægurs.
Jobbi
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.8.2006 | 10:24
Allt getur nú bilað
Það er búin að vera hálfgerð fíla í Land Rover síðan við komum norður.Truntugangur kraftleysi og mikil eyðsla og er maður horðin hálfráðþrota með hvað þetta gæti verið.Hann er verstur þegar hann er heitur,og dettur mér helst í hug að þetta sé túrbínan eða eitthvað tengt rafmagni.Maður er nú ekki áfjáður í að leggja af stað á bílnum svona suður svo ég ætla að reyna svolítið meira við bílinn í dag.Þetta kennir manni það að allt getur nú klikkað nema eitt og það er Jesús,hann klikkar aldrey.það er að segja ef maður gerir eins og hann.
Jobbi
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.8.2006 | 16:40
Grímsnes-Sigló-Ólafsfjörður-Ríben-Grímsnes.
Nú er verið á ferðalagi og erum við á Ríben núna.Fórum síðastliðin Fimmtudag til Sigló á svokallað pæjumót,en Sigrún frænka var að keppa með Fylkir þar og gekk henni vel.Það var rigníng er við komum rétt eftir miðnætti,en það var tjaldað niður við höfn.Ég vaknaði kl 6 um morgunin og þá var ausandi rigning og rok og komin myndarleg tjörn á milli tjaldana.Ég og Lalli fórum á rúntinn og hittum mann sem vorkendi okkur og leigði okkur íbúð yfir helgina,þvílíkur munur.Ég og Lalli ákváðum eiginlega að þetta væri síðasta tjaldferðalagið sem við tækjum þátt í.Fórum á sunnudeginum áleiðis til Raufarhafnar,fórum í gegnum Ólafsfjörð og Dalvík inn á Akureyri,stoppuðum í Blómaval og fengum okkur kaffi síðan var brunað á Ríben.Er við komum þangað var smásúld og þoka,en nú var komin upp flensa í hópnum,mikill hósti og hiti magaverkir og tilheyrandi.Erum í góðu yfirlæti hjá Magga bróður,stórsteikur á borðum,kökur og ís,já lífið er yndislegt þegar upp er staðið.
Jobbi
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.8.2006 | 13:15
J CASH OG ASTON.
þAÐ ER SVO MIKIÐ ÞAKKLÆTI OG GLEÐI Í MÍNU HJARTA EFTIR GÆRDAGIN,AÐ ANDIN Í MÉR HREINLEGA GRÉT.Ég fékk einkanúmerið J CASH í afmælisgjöf frá Evu og strákunum.Gummi og lofgjörðin færði mér Aston hálfkassa rafgítar að gjöf.Hvort tveggja eru þetta hlutir sem mig hefur lengi langað að fá mér en ekki orðið af.Drottinn uppfyllir þarfir okkar,en líka langanir ef við sýnum trúfesti,þolgæði og auðmýkt.Ég er ekki að segja að ég sé fullkominn að þessu leiti og veit að svo er ekki,en ég reyni eftir fremsta megni að ganga fram í kærleika og hjálpa ´bræðrum og systrum samkvæmt orði Drottinns.En hvað um það ég er þakklátur fyrir þetta samfélag er ég lifi í og mér þykir vænt um þig sem lest þessa síðu.
Jobbi.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.8.2006 | 22:13
Að afmælast.
Á morgun á ég afmæli,verð 45 eða hálf níræður.En hvað þíðir afmæli?hverju er verið að afmæla eða hvað afmælist.Hef satt að segja aldrey skilið þetta orðatiltæki,en hvað um það..Það sem ég ættlaði að skrifa hér er það,að í dag ákvað ég að gefa Evu afmælisgjöf,en hún á afmæli 15 júní,en í raun átti annar hugmyndina í fyrstu.Hún var lengi búin að tala um það að fá sér bíl,því það væri svo óhenntugt fyrir okkur að vera bara með 1 bíl.Hún þyrfti að geta skroppið og svo er allskonar snatt í kringum strákana er skólinn byrjar.Ég fékk því vini mína Árna og Ástu til að hjálpa mér við að framkvæma þetta,en það var að taka bíl sem ég keypti af Árna,þrífan og pakka honum inn,kaupa blóm og kort.Var hann svo afhenntur við hátíðlega athöfn,Eva varð svo glöð að hún vissi ekki hvernig hún átti að vera og fann ég í hjarta mér hvað það er gott að gefa.Þannig að sælla er að gefa en þyggja,set hér myndir af þessu.
Jobbi
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.8.2006 | 23:36
Hver er leiðtogi þinn???????
Veðrið hefur aldeylis leikið við okkur síðustu daga.Undanfarna daga hef ég verið að vinna í húsi Pastorsins sem hann er að byggja í Klausturhólum.Nú er stutt í að húsið verði tilbúið til þess að þau hjónin geti flutt inn,og ég veit að Helga er orðin mjög spennt.Það er fámennur en samhenntur hópur að vinna við húsið,ólíkir en samt líkir og eigum við margt sameiginlegt svo sem,vera edrú eftir allskonar neyslu,náð tökum á lífi okkar og umfram allt eigum við líf með Jesú,sem er okkar styrkur frá degi til dags.Mörgum þykir skrítið að forfallnar fyllibyttur og harðsvíraðir dópistar með margar meðferðir að baki skulu vera edrú og það fyrir trú á Jesú.Drottinn er almáttugur og gerir það sem við byðjum um,ef við lifum eftir orði hans,það er oft erfitt að feta þennan veg Drottinns en uppskeran er svo ríkuleg að maður gleymir hvað maður þurfti að leggja á sig.þVÍ SEGI ÉG,EF ÞÚ VILT EIGA LÍF Í FULLRI GNÆGÐ,ÁHYGGJULAUST og umfram allt í sátt og samlyndi við samfélagið,taktu þá Jesús inn í líf þitt strax í dag.Drottinn blessi þig.
Jobbi
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.1.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 1564
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar