Færsluflokkur: Dægurmál

Komin frá Sigló.

Jæja,þá er maður komin heim úr Sigló útileguni.Þetta var bara gaman og veðrið þokkalegt. Fór samt að kólna seinnipart Laugardags. Nú er búið að setja upp síðu og vara við vélaleigu vegna slælegra vinnubragða. Ég ættla ekki að blanda mér mikið í þessa umræðu,enda þekki ég þarna til,en netið er óvægið og þaðsem fer á netið verður þar. Menn eiga ekki að gefa svona færi á sér. Það er stutt í berjamó hjá mér,konan fór á bak við hús í gær og týndi helling af bláberjum sem eru stór og góð. Ég fór í gær og pantaði mér nýjan bíl,þetta er Kyron jeppi,bens disel og bens zf 5 gira sjálfskifting,hásingar og millikassi frá Borg og warner+Dana spicer 30. Svo maður spyr? hvers lenskur er þessi bíll,jú hann er sagður frá Kóreu. Hvað um það hann kemur til landsins núna 20 og er fyrsti bíllinn með þessum blá lit sem kemur hingað. Og ekki skemmir eyðslan,innan við 9 ltr/100. Jæja það er best að fara að pakka saman tjaldvagninum en ég varð að pakka honum blautum saman á Sigló. Lifið heil.

                                                                       Jobbi 

 


´hvað er málið.

Það er út af fyrir sig merkilegt hvað þeir sem eru að blogga,eru í raun að bjóða bara upp á endurtekinn fréttafluttníng úr mogganum. Heyrst hefur að sumir fái borgað fyrir það,ekki veit ég það. Hélt bara að líf flestra svona almennt væri merkilegra en svo að þeir þyrftu að endursegja fréttir í staðin fyrir það ,að segja fréttir af sér og sínum og vera málefnalegir á eigin forsendum. Alla veganna nenni ég ekki að blogga fréttir úr mogganum. Það er að fjölga hér á Borg,en 2 systur mínar hafa gert tilboð í parhús hér og ætla inn fyrir jól. Við erum að tala um 10 manns + við 5 sem erum við,sem sagt 15 manns. Það hlýtur að teljast mikil fjölgun hér í ekki stærri byggð þar af 9 börn. Mér telst til að þetta sé 100 % fjölgun á börnum og geri önnur byggðalög betur. Mig hlakkar nú til að fá þær hingað og hjálpa þeim við þetta.

                                                                        jobbi


Verslo-afmæli.

Í dag á ég afmæli,sem í sjálfu sér er ekkert merkilegt,en skeður samt einu sinni á ári hjá okkur flestum. Ég hef aldrey boðið fólki í afmæli en það er velkomið ef það vill. Í dag koma 2 systur mínar og ættla ég að bjóða upp á,grillaðan humar,sirlon steik,hángikjöt og brúnaðar kartöflur ásamt viðeigandi sósum. Hvað um það,ég reyndi að baka áðan pólska instant köku,en ég er svo slappur í Pólskuni að hún heppnaðist frekar illa,en vel æt. Sem betur fer hefur þessi helgi farið ágætlega fram,miðað við fréttafluttning en sam er svolítið um pústra,ölvunarakstur og fíkniefni sem er orðin fastur fylgifiskur þessara útihátíða ásamt nauðgunum. Því miður held ég að við munum alltaf upplifa þessar verslunarmannahelgar sem harmleik hjá mörgum fjölskyldum,en líka sem gleði hjá öðrum sem betur fer. Við förum aldrey neytt um þessa helgi,nennum því ekki og erum vaxin upp úr þessu bulli sem betur fer. En næstu helgi förum við á Siglufjörð á fótboltamót,en þar er lítil frænka mín að spila og er hún ansi góð og gaman að fylgjast með þessum krökkum að leik og starfi.

                                                                       jobbi


Hellulögn og skattar.

Deginum í dag var varið í hellulagnir.Við feðgar drifum okkur í að helluleggja göngustigin upp að útidyrum og stétt fyrir ruslageymsluna.Þetta var mikill mokstur og margar ferðir með hjólbörur. Ég er nú alveg búin eftir þetta,get mig varla hreyft,en strákarnir finna ekkert fyrir þessu. Á morgun helluleggjum við hjá nágrananum en við erum búnir að moka þar og sanda svo þetta verður stutt á morgun set nokkrar myndir inn af þessu á eftir. Mál málana núna eru skattarnir og álagningarseðlarnir,ég er nú ekki farin að skoða minn enda eingar breytingar þar á ferð. Það er furðulegt að 3 hæstu greiðendur borga meira í skatt en veitt er til forvarna og meðferðarmála,já það er svolítið öfugsnúið þetta góðæri eða öllu heldur úthlutun úr ríkiskassanum.Það verður gaman að sjá næstu fjárlög en það hafa aldrey verið borgaðir hærri skattar en núna,hvað um það ég breyti eingu um þetta en hef gaman að því að velta þessu fyrir mér.

                                                                    jobbi


Afmæli-Grundarfjörður-Búðardalur.

Á laugardaginn fórum við í afmæli hjá Íngu mágkonu,það var matarveisla með öllu tilheyrandi og heppnaðist mjög vel. Það hafa sennilega verið þarna 70-80 manns í sínu besta spússi. Eftir veisluna var stefnan tekin á Grundarfjörð,og með í för voru Eva,Hákon Kristberg og að sjálfsögðu ég.Vorum við komin þangað upp úr miðnætti,þar var mikið fjör og margt fólk.Hittum við þar Kristborgu og Sigurjón. Vagninum var tjaldað í hvelli og Kristberg borin til hvílu en hann hafði sofnað á leiðini. Eva skellti sér á röltið með fornum vinkonum en við feðgar urðum eftir,enda orðnir ferðalúnir. Á Sunnudeginum var tekið saman í hasti enda nálgaðist mikið og dökkt rigningarský og ekki að spyrja að,rétt náði vagninum niður og það fór að rigna. Við ákváðum að fara til Búðardals og kíkja á Kalla og Kollu sem þar búa. Kalli var nú bara ein í kotinu með barnið og hundinn,en Kolla var á spítala. Snöruðum í okkur nokkrum kaffi og svo var lagt af stað heim á leið og farið Bröttu brekku. Í Borgarnesi stoppuðum við í Hyrnuni og fengum okkur að borða,og viti menn er við komum út var 40 manna rúta komin hálf upp á tjaldvagninn,já við erum alltaf jafnheppinn. En það skrítna var að lítið sá á vagninum en rútan var töluvert skemmd,Lögreglan kom og tók myndir og skýrslu af rútubílstjóranum sem var reynslulítil únglíngur og í órétti þar sem við vorum í stæði og kyrrstæð. Við vorum svo komin heim um kl 8 búin á sál og líkama eftir þennan sprett.

                                                                Jobbi


MS og Baggalútar.

Þessa vikuna hef ég verið að vinna við að setja upp kerfisloft í MS (Menntaskólanum við sund) Það er gaman að labba um þennan skóla sem er bæði gamall og mikil saga þar á ferð. Þarna er lítið en flott steinasafn og þarna sá ég svokallað gosberg sem kallast baggalútar og líkist helst nokkrum samvöxnum dvergum í kúlu,og þetta nafn passar svo vel við þetta. Við vorum að fá okkur tjaldvagn af gerðini Camplet Concorde árg 2006,þetta er rúmgóður 5 manna vagn og hefur honum aðeins verið tjaldað 4 sinnum. Við förum í afmæli hjá Ingu mágkonu í kvöld,síðan er hugmyndin að skella sér til Grundarfjarðar eftir það,en þar er einhver hátíð og koma svo heim á morgun og að sjálfsögðu verður vagninn tekin með og vígður. Nú virðist að þessi veðurblíða sem glatt hefur okkur undanfarið sé á förum,en það hefur kólnað og rignt hér á Borg.

                                                                            Jobbi


Er ég rassisti?

Jæja það er blessuð blíðan. Ég hef nú ekki getað leyft mér að flatmaga og láta sólina baka mig eins og svo margir gera þessa dagana. Konan er orðin svo dökk að ég er farin að efast um hvaða kynþætti hún tilheyrir. Sem er ekki gott því hún telur mig vera rassista þegar kemur að dökku fólki,en ég er nú einu sinni þannig að ég vil Ísland fyrir Íslendinga. Mér finnst að það sé slæmt þegar við erum orðin svona alþjóðleg og mörg samfélög innan í því sem okkur tilheyrir.Kannski er þetta þröngsýni og verður þá svo að vera,ég hef ekkert á móti þessu fólki,en finnst þetta ekki rétt þróun. Hvað um það,Sjóvá ættlar að kaupa Land Roverinn og er það hið besta mál. Ég er að vinna á fullu svo að Götusmiðjan geti opnað og fer svo að vinna fyrir hana, verð með mótorsmiðjuna. Það verður mikil vinna að koma mótorsmiðjuni fyrir en það þarf að útbúa aðstöðu fyrir hana því það er ekkert útihús þarna í ástandi til að nota. Já það er nóg að gera en líka mjög gaman að taka þátt í að byggja þetta starf upp.

                                                                        jobbi


Flott sumar

Það er með eindæmum hvað veðrið hefur verið gott undanfarið,maður man varla eftir öðru. Eg lenti í því um daginn er ég var á leiðini heim að það svinaði fyrir mig bíll og búmm. Já Roverinn aftur komin í hönk, það voru gömul hjón að koma úr golfi úr Öndverðarnesi og læddust út á þjóðveginn og ég náttúrulega beint á hann og kastaði honum í hring og yfir veginn. Sem betur fer eingin slys á fólki en þau voru á nýlegum Saab og er hann gjörónýtur og ekki í kasko, roverinn fór betur út úr þessu en kostar sennilega um 1 miljón að laga hann en mig langar ekki í hann aftur og vill að Sjóvá kaupi hann út. Það er nú hálfleiðinlegt að standa í þessu en við erum búin að eiga hann í 1 ár og þar af var hann í rúma 5 mánuði á verkstæði eftir að Eva setti hann á hliðina,ég bara trúi því ekki að þeir kasti meiri pening i þenna bíl,kostaði rúmar 2 miljónir að laga hann síðast. Hvað um það við keyptum okkur Musso árg 2000 flottur bíll svona til að byrja með,meðan málin eru í vinnslu svo erum við að fara á Sigló í Ágúst á fótboltamót og með tjaldvagn.

                                                                      Jobbi


Rafiðnaðarsambandið í tilvistarkreppu?

Hún er með ólíkindum framkoma Guðmundar formanns rafiðnaðarsambands Íslands. Hann er gjörsamlega farin á límíngunum varðandi raflagnir á Kárahnjúkum og nú er það vallarsvæðið. Eins og flestir vita og þá væntanlega Guðmundur,þá voru það Íslenskir starfsmenn úr öllum stéttum sem sáu um viðhald og nýlagnir á vellinum. Ef það vantar jarðtengingu þá er ekkert mál að bæta úr því,það þarf ekki að skifta út vír og draga aftur í því vírin fyrir 110 volt er sverari en sá sem við notum. Það er kannski hættulegra fyrir Íslending að umgangast 110 volta spennu og tæki,allavegana skifti þetta eingu máli er kaninn var þarna.Það var rafyrkji að vinna hjá mér í gær,setja upp stjórnstöð fyrir tv og tölvu,honum finst fráleitt hvernig framkoma Guðmundar er og hvað hann lætur út úr sér varðandi ráðherra. Hann benti mér á að það er fjöldin allur af ófaglærðum og réttindalausum rafyrkjum út um allt að vinna hér en aðrir skrifi upp á fyrir þá. En það eru Íslendigar svo það skiftir ekki máli,það mætti halda að það væri mikið atvinnuleysi hjá Íslenskum rafyrkjum miðað við skrílslæti formanns þeirra,en svo er ekki það veit ég.

                                                                  Jobbi


Vinnan göfgar manninn.

Ég var nýbúin í svaka vinnutörn sem stóð í 10 vikur og 14-16 tíma á dag 7 daga vikunar. Þetta var meðan við vorum að koma okkur inn í húsið. Nú er ég byrjaður í annari törn (fyrir 2 vikum) en ég er undirverktaki hjá smið og er að skifta um gólfefni á Efri-Brú áður en Götusmiðjan byrjar þar starfsemi. Það er verið að setja parket á allt saman og þettu verður svaka flott. Já ég för að pæla í þessu því það eru nokkrir að vinna með mér og altaf að tala um hvað þeir séu þreyttir. Auðvitað er maður oft þreyttur en mér sýnist nú að þeir sem ekkert eru að gera séu nú ekki síður þreyttir og kvarti sáran,en eru samt í fríi um helgar. Er ég var únglingur lét pabbi mig hafa bók sem heitir vinnan göfgar manninn,mér dettur þessi saga oft í hug og hefur lesníng hennar setið í mér síðan. Þar er fjallað um æfi drengs frá örbyrgð til góðra efna og þar gekk á ýmsu,en hann gafst aldrey upp,og var alltaf að án þess svo sem að fá alltaf launin sín með réttu. Únglingar í dag eru flest þannig að þegar þau eru beðin um að gera eitthvað er viðkvæðið,hvað fæ ég fyrir það,þó það sé bara að taka til í sínu herbergi. Já það eru breyttir tímar, en málið er að setja sér markmið,vinna eftir því og hlutirnir ganga upp. Það geri ég.

                                                                  Jobbi


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

jósep sigurðsson
jósep sigurðsson
Hef áhuga svona almennt á lífinu og tilveruni.Áskil mér þann rétt að hafa skoðanir á málefnum og þjóðmálum án þinnar íhlutunar en þér er frjálst að gefa coment án skítkastsjobbisig@gmail.com
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 1558

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

ApologetiX - Love The Jews (Love Me Do / Beatles)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband