Færsluflokkur: Dægurmál

Loksins-Loksins

Jæja þá er maður orðin nettengdur aftur.Við erum flutt í nýja húsið,en þessu seinkaði um mánuð,en hvað er það þegar maður er að fara í nýtt hús og sitt eigið,ekkert.Loksins komin með heimili. Þetta er búið að vera rosaleg vinna,en við keyptum þetta tilbúið undir tréverk og gerðum restina sjálf með aðstoð tveggja vina.Já fyrst ég nefni vini,þá er það þannig að fólk sem maður hélt vini sína eru það ekki,þetta voru bara tækifærissinnar sem voru bara vinir mans að því maður gat ýmist lánað þeim peninga og sitthvað annað er þá vanhagaði um hverju sinni. Hver skildi svo ástæðan vera? Jú afdrif Byrgisins eiga þar stóran hlut að máli,það er nefnilega svo skrítið með mannskepnuna,það er að segja tækifærissinnarnir,þeir snúast í hringi og geta ekki tekið sjálfstæðar ákvarðanir þegar upp koma vandamál í vinahópnum. Við sem stóðum Guðmundi Jónssyni næst þegar þessi skandall fór af stað höfum skifst í hópa með eða móti(að áliti Guðmundar) Ég vil nú bara taka það hér fram hér og nú að ég er í hvorugum þessara hópa þá svo ég hafi verið settur í hópinn á móti,af fólki sem fann Guðmundi allt til foráttu er hann stjórnaði þessu starfi,af fólki sem fór reglulega í fílu og rauk úr Byrginu af því að Guðmundur og Jón Arnar voru meira uppteknir af Mammon en Jésú Kristi. En eftir 2 til 3 mánuði kom þetta fólk alltaf til baka,skrítið. Mér er nákvæmlega sama hvort refsivert athæfi átti sér stað,það er ekki mitt að dæma um það en ég má hafa skoðun á því,en við erum dæmd af orðum okkar og verkum bæði á jörðu sem á himni og þá skiftir eingu hvort ég heiti Jósep eða Guðmundur. En hintið er: betra er að eiga fáa en góða vini,vita hvar maður hefur þá og vera heiðarlegur,frekar en marga kunníngja sem segjast vera vinir ,ljúga að þér og upp á.

                                        Drottinn blessi ykkur öll


Að vera ánægður með það sem maður hefur.

Já þetta er ekki alltaf auðvelt, nægjusemin ekki öllum í blóð borin. En við getum lært og tileinkað okkur flest það sem við viljum. Við erum alltaf að fjasa um hvað það sé nú kalt, heitt,rigning,þoka,snjór, já ég er að tala um veðrið, við tölum jú mest um það. Ef það var rigning í gær, en frost í dag þá byðjum við um rigninguna sem við bölvuðum í gær því hún er skárri en frostið. Við eigum mjög fallegt land og með öllum þessum veðrakerfum, gerir það landið en sérstakara. Þakið snjó er það fallegt, en líka í sólini. Við mannfólkið erum svolítið lík veðrinu, en kallast hjá okkur , rótleysi og svo sem ótal öðrum nöfnum. Ég hef lært það, að sætta mig við það sem ég get ekki breytt og hef vonandi vit til að greina þar á milli..Við erum eins misjöfn og við erum mörg og verðum bara að umbera hvort annað, við höfum öll sama tilverurétt. Og að lokum, mér þykjir vænt um ykkur öll.

                                                              Jobbi


Fluttníngar.

Jæja þá er víst að koma að því að við flytjum héðan, þó aðdragandinn að því sé ekki sá er við kusum. En eins og alþjóð veit er búið að loka Byrginu. Hvað um það, við drifum okkur á fasteignamarkaðinn og fundum parhús með bílskúr í byggingu á minni Borg,gerðum tilboð upp á 18,7 miljon sem var tekið og fáum við það afhennt 1 Mars tilbúið til innréttinga. Það mun standa í rúmum 20 miljonum fullklárað og munum við klára það sjálf með aðstoð vina. Við bjuggumst nú ekki við því að ná greiðslumati en konan er með svo háar tekjur og vel liðin í bankanum að þetta flaug í gegn, Guð er góður. Ég fór á verkstæðið í dag að skoða jeppann, en hann er nánast tilbúinn og er hann eins og nýr, enda búið að skifta um nánast allt og sprauta hann og svo var farið í vélina. Fæ hann eftir helgi enda komnir nær 4 mánuðir síðan hasnn lennti í veltuni. Hvað um það, það er bara bjart framundan og ef maður er jákvæður þá gengur þetta upp. Drottinn blessi.

                                                                      Jobbi


Loksins snjór.

Jæja, ég er búin að vera fárveikur undanfarna daga, mikill hiti og beinverkir og endaði þetta þannig að ég fékk í lungun og er komin á penselín. Það er frekar rólegt í sveitinni, allt í óvissu eins og er, en það skýrist næstu daga hver framtíð Byrgisins er og verður. Við erum að reyna að kaupa nýtt parhús á Minni Borg og gengur það þokkalega, erum að bíða eftir greiðslumati sem ætti að liggja fyrir eftir helgina. Loksins er jeppinn að verða klár, en þetta er nú aldeilis búið að taka tímann sinn, hann ætti því að vera orðin góður enda búið að skifta um og fara yfir flest allt í honum. Mikið verð ég ánægður að komast á hann, ekki sýst ef það er nú að koma einhver snjór. Hvað um það, vona að allir fari vel inn í nýtt ár og farnist sem best.

                                                               Jobbi


Gleðilegt nýtt ár.

Þá er þetta ár að enda. Margt sem það hefur boðið upp á, bæði gott og slæmt. Svona á heildina litið var þetta ágætt ár hjá mér. Samt svona smááföll, Eva velti jeppanum en sem betur fer slapp hún og Kristberg að mestu ómeidd. Árni bróðir lést stuttu fyrir jól og var það mikill missir. En svona að mestu leiti þokkalegt ár. Það var nóg að gera í Byrginu og nokkuð um blessanir og þá á ég ekki við í formi peninga eða bíla,það eru allt of margir frelsaðir sem sjá bara svoleiðis blessanir,en þær skila manni ekki langt. Það er meiri blessun í góðri heilsu,velgengi í vinnu og námi og svo mætti lengi telja. Það var mikið áfall þegar Kompás hreinlega tók Pastorinn okkar af lífi í beinni og lagði starf Byrgisins í rúst, ég segi eins og Jesús sagði á krossinum; Faðir fyrirgef þú þeim því þeir vita ekki hvað þeir gjöra. Enn og aftur er hefnd og reiði á ferðinni, en merkilegt hvað menn sigra sjaldan undir þeim merkjum,eða vita þeir þetta ekki. Ég hef ekki tekið þátt í þessari umræðu því sumt er ekki svaravert,látum heldur þá sem með valdið fara skera úr þessu en áttum okkur á því að sumt verður ekki bætt. En hvað um það, við vorum hjá afa og ömmu strákana um áramótin. Það var mjög fint og gott og mikið að borða. Svo var að sjálfsögðu skotið upp og að sjálfsögðu KR flugeldum, Siggi er mikill KRingur.

                                                             Jobbi

                                                      


Gleðileg jól

Nú er alveg að bresta á algjört spennufall hjá mörgum. Það er ótrúlegt hvað við erum gjörn á að gera allt á síðustu stundu. Það er eins og það komi mörgum á óvart að jólin séu gengin í garð, samt heyrir maður hjá mörgum, að þeir séu búnir að vera í jólastússi síðustu 2 mánuðina fyrir jól en samt er hitt og þetta eftir og allt á að gerast strax. Það er ótrúlega erfitt að vera í kringum svona. Fyrir mér eru jólin hátíð ljós og friðar en ekki afmælishátíð Jesús krists, hann er nú ekki einu sinni fæddur þennan dag. Hvað um það, Jesús er ljósið og ljósið er Jesús og að eiga Jesú er friður og kærleikur í hjarta. Þess skulum við fyrst og fremst minnast þessa daga sem framundan eru. Ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla og Drottinn blessi ykkur.

                                                   Jobbi


Rétt eða rángt?

Bandit Maður sem hylur andlit sítt og hefur ekki nafn,er sagður hafa eitthvað að fela eða er bófi. Þannig lít ég á þá sem sagt hafa Jóhannesi í Kompási frá miklum raunum og þjáníngum í Byrginu. Mun Kompás rétta hlut þeirra? nei. Fólk sem þorir ekki að koma fram eða leita strax réttar síns er á því er brotið,er ekki trúverðugt. Við þekkjum söguna úlfur,úlfur og eldur,eldur. Það er nú einu sinni þannig þar sem er lýðræði, þá fer sá sem brotið er á til lögreglu, gefur skýrslu sem síðan er send saksóknara sem ékveður hvort tilefni sé til ákæru. Fréttamiðlar eru til að flytja svo fréttir af þessu ef fréttnæmt er. Þeir eru ekki rannsakendur, ákærendur og að lokum dómarar. Mér leiðist alveg afskaplega þessi stormur í vatnsglasi kompáss gegn Gumma vini mínum, sem bjargað hefur fjölda manns frá dauða og komið mörgum til betra lífs. Öll vitum við að svona starf er erfitt og erfitt að gera svo öllum líki,en ég veit að fleyri eru ánægðir en óánægðir, en oftast er það nú þannig að það heyrist yfirleitt hærra í þeim óánægðu. Hvers vegna? jú við erum svo upptekin af að heyra það sem illt er og ófarir annara hvort sem þær eru sannar eða lognar ganga betur í marga. Ert þú svoleiðis? vonandi ekki,en öll þurfum við að vera vakandi og takið eftir! kærleikur,ást og umhyggja kostar ekkert.

                                                                   Jobbi


Gott á tímann?

Það er hryggilegt þegar virt fréttastöð eins og stöð 2,skuli setja framm frétt án rannsóknar á sannleiksgildi og tengja hana svo fréttatilkynníngu frá öðrum aðila. Í þessu tilfelli félagsmálaráðuneyti. Hér er ég að skrifa um frétt stöðvar 2 á því að forstöðumaður Byrgisins sé að sólunda fé skattborgara í eigin þágu. Þann 1 Des var Byrgið 10 ára.Þeir sem vita og þekkja sögu og starf Byrgisins vita þá að þessi rekstur hefur verið mjög erfiður og þúngur baggi á Guðmundi og Helgu fjárhagslega,bitnað á þeirra fjölskyldu lengst af. Þetta starf þeirra er óeigingjarnt og kostar miklu meira en það sem nemur fjárstyrk ríkisins. Hver borgar þá mismuninn? Það eru margir góðir aðilar sem koma að þessu í formi framlaga,með matarstyrkjum. Þeir sem vinna í Byrginu eru þar ekki fyrir launin,því þau eru lág,heldur er það hugsjón sem stjórnar því að við erum þarna mörg hver. Það er hreinlega ekki hægt að misnota upphæð sem dugar ekki fyrir rekstrinum nema c: 6-8 mánuði. Guðmundur hefur oft þurft að taka fé að láni til að dæmið gangi upp,en það er samt alltaf mínus á þessu. Bræður og systur! skoðið hjarta ykkar áður en þið dæmið eða takið þátt í svona umræðu,margir hafa eignast líf í Byrginu og skulu virða það,nema þetta hafi verið svona gott á götuni.

                                                              Jobbi


Latur hehe.

Já það er rétt, ég hef verið latur að blogga undanfarið. Svo hefur nú verið mikið að gera. Það eru allar líkur á því að jeppinn verði ekki tilbúinn fyrir jól. Ílla hefur gengið að koma toppnum heilum til landsins, en þriðji toppurinn er á leiðinni. Þetta er með ólíkindum enda ég orðin hundfúll, er farin að langa að setjast upp í almennilegan bíl. Renoin hennar Evu er svo sem ágætur,en hann stenst ekki breska heimsveldinu snúníng. Nú er allt komið á fulla ferð fyrir þessi jól, strákarnir í klippíngu og síðan er frúin að fara í klippingu og litun. Ég er nú svo heppinn að þurfa ekki að notfæra mér hárskera, enda bæði dýrt og leiðinlegt og ekki sýst vegna þess hvað þessi stétt er orðin kvennleg. Ég þurfti svo sem að lenda í því 1 Des, daginn sem sektir fyrir umferðarlagabrot hækkuðu um 60%, að láta stoppa mig fyrir hraðakstur og þar fauk 30 000. En sú mæða hehe,nei maður á bara að virða lög og reglur því allt yfirvald er frá Guði komið og ber okkur að virða það amen.

                                                                    Jobbi


Til hamingju með daginn.

Wizard Í dag er tvöfalt afmæli. Lýðveldið Ísland á afmæli í dag,og Byrgið er 10 ára í dag,takk Jesús. Þetta framtak Guðmundar og Helgu hefur gefið mörgum líf,nýja von og ekki síst trú á Jesús Krist. Að helga líf sitt hinum smæsta er ekki allra. Það þarf fórnir,mikin kærleik og trú. Það hafa Gummi og Helga gert og sýnt.Til hamingju bæði tvö. Drottinn blessi.

                                                                             Jobbi


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

jósep sigurðsson
jósep sigurðsson
Hef áhuga svona almennt á lífinu og tilveruni.Áskil mér þann rétt að hafa skoðanir á málefnum og þjóðmálum án þinnar íhlutunar en þér er frjálst að gefa coment án skítkastsjobbisig@gmail.com
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.1.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 1561

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

ApologetiX - Love The Jews (Love Me Do / Beatles)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband