Færsluflokkur: Dægurmál

Smá tölfræði Íslenska landsliðsins.

 Það sést best á þessu hvað liðið er veikt án Eiðs og að einn maður skiptir miklu máli í svona hóp.En jafnframt gaman að vita til þess að það geta fleiri skorað enda timi til kominn.Whistling

 

Sigur knattspyrnulandsliðsins á Armenum á miðvikudagskvöldið var ekki aðeins fyrsti sigurinn undir stjórn Ólafs Jóhannessonar heldur einnig fyrsti sigurleikur liðsins án fyrirliðans Eiðs Smára Guðjohsen frá árinu 2001, eða í rúm sjö ár.


Fyrir leikinn gegn Armenum var íslenska landsliðið nefnilega búið að spila 21 leik í röð án Eiðs Smára án þess að vinna.


Tryggvi Guðmundsson tengist tímamótunum í báða enda því hann skoraði þrennu gegn Indverjum í síðasta sigurleik landsliðsins án Eiðs Smára og það var síðan hann sem kom íslenska liðinu yfir á móti Armenun.


Tryggvi skoraði öll þrjú mörkin í 3-0 sigurleik á Indlandi 13. janúar 2001 en síðan hafði íslenska landsliðið gert 9 jafntefli og tapað 12 leikjum án Eiðs Smára.


Á sama tíma hafði íslenska landsliðið aftur á móti unnið 13 af 40 leikjum (og gert 4 jafntefli) með Eið Smára innanborðs. Á þessum tíma er hlutfallsárangurinn 21,4 prósent án Eiðs Smára en 37,5 prósent með hann innanborðs. Markatalan var 9-35 án hans en 57-78 með Eið í liðinu.


Hér logaði himininn og tré lögðust flöt.

Það var eins og það væri gamlárskvöld hér á Borg í gærkveldi.Þvílíkar eldingar og ekki vantaði vindinn.Ég varð að fara út og ná í dót sem ég taldi öruggt hér við húsvegginn,en svo var nú aldeilis ekki.Notaði tímann í gærkveldi við að ganga frá útiskrautinu sem komið var í hús og nú er það komið á loftið.Núna gengur á með svörtum éljum en bjart á milli.Nú er maður farin að sjá alvöru vetur.En eins og flestir vita hefur varla verið hægt að tala um vetur undanfarin ár,nema sem árstíð.Smile

Sýndarmennska Samfylkingar.

 Lá ekki afstaða allra fyrir í þessu máli,snerist þetta ekki um umboð sem virðist vera á hreinu?Svandís sem að sjálfsögðu er formaður stýrihóps,sem hún setti saman vill ekki hafa kannski þeirra framburð í skýrslunni vegna þess að þetta var stormur í vatnsglasi og henni til minnkunar.Wizard

Tók þetta ínn á Visir.is

 

REI stýrihópurinn ræddi aldrei við Björn Inga Hrafnsson, fyrrverandi borgarfulltrúa, Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson, fyrrverandi borgarstjóra, og Hauk Leósson, fyrrverandi stjórnarformann Orkuveitu Reykjavíkur þegar skýrsla um samruna REI og GGE var unnin. Þetta staðfestu þremenningarnir við Vísi í dag. Hins vegar var talað við Guðmund Þóroddsson, forstjóra REI, Bjarna Ármannsson, stjórnarformann REI og Hjörleif Kvaran, stjórnarformann Orkuveitunnar.

Skýrsla stýrihópsins var kynnt á borgarráðsfundi í gær. Í bréfi Svandísar Svavarsdóttur formanns stýrihópsins til borgarinnar segir að hópnum hafi verið falið að gera ítarlega úttekt á aðdraganda og kynningu stjórnar- og eigendafundar Orkuveitu Reykjavíkur 3. október og þeim ákvörðunum sem þar voru teknar er varða sameiningu Reykjavík Energy Invest og Geysir Green Energy. Auk þess hafi stýrihópnum verið falið að koma með tillögur um framtíðarstefnumótun Orkuveitu Reykjavíkur.

„Stýrihópurinn ræddi aldrei við mig. Þeir höfðu sjálfsagt ekki áhuga á að heyra mína hlið á málinu," sagði Haukur í samtali við Vísi. „Ég hefði alveg verið til í að hitta nefndina ef þess hefði verið óskað," sagði Björn Ingi. Að öðru leyti vildi Björn ekki tjá sig um málið.

„Afstaða þeirra lá fyrir og þess vegna þótti ekki vera ástæða til þess að boða þá Vilhjálm og Björn Inga á fund okkar. Þeir höfðu talað skýrt um sína þætti málsins, bæði í fjölmiðlum og í borgarstjórn," sagði Svandís þegar Vísir spurði hana hvers vegna þremenningarnir hafi ekki verið kallaðir á fund nefndarinnar.


Súddi rari REI!

Það er náttúrulega slæmt ef fjölmiðlar fari með rangt mál,er menn eiga í vök að verjast.Ég er ekki Reykvískur og svo sem sama um pólítík þar á bæ.Samt sem áður hefur þetta Rei mál og mörg önnur mál verið mönnum þar til skammar,og skiptir engu máli í hvaða flokki þeir eru.Það er í lagi að tala um hlutina,en skítkast það sem hefur verið í gangi gegn Vilhjálmi sem pólítíkus og persónu,á engan rétt á sér.W00t
mbl.is Yfirlýsing frá Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ekki í lagi með suma!

Það er nú alveg nóg að þvælast í vonsku veðri á þessum heiðum hér,þó menn séu ekki líka ölvaðir.Svei honum.Police
mbl.is Árekstur og útafkeyrsla á Holtavörðuheiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver hefur valdið?

Í mörg ár að finna úrræði,segir mér að hvorki foreldrar eða kerfið hafi unnið saman.Valdið liggur hjá foreldrum að mestu,hef unnið við þetta og þekki þetta ferli.Fyrir stuttu hringdi móðir í mig,úrræðalaus vegna sonar síns.Barnaverndunarnefnd gerði ekkert,strákurinn byrjaður í afbrotum o,s,v,f.Ég benti henni á að hún yrði að taka ákvörðun með honum,eða hreinlega taka af honum völdin.Á meðan hún fór á fund barnaverndarnefndar,útvegaði ég stráknum pláss í Götusmiðjunni.Er hún hringdi svo eftir þennan fund og eftir að hafa talað við strákinn,sem vildi ekki meðferð var hún búin að gefast upp.Þekki mörg svona dæmi,þar sem foreldrar gefast upp gagnvart börnunum en kenna svo kerfinu um.Það er hins vegar rétt,að kerfið er ekki gott og þarf að laga það víða,og úrræði fyrir geðsjúka unglinga eru lítil sem engin.En fyrst og fremst erum það við,foreldrar sem þurfum oft að taka þá ákvörðun og framkvæma,hvað sé best fyrir barnið okkarWoundering
mbl.is „Skilningsleysið innan kerfisins er æpandi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mogginn klikkar ekki!

Veirusýking sem kemur upp hjá öldruðum,er ekki í flestum tilfellum fullfrískt fólk.Mjög kjánaleg frétt,þó ekki sé meira sagtSick
mbl.is Nóróveirusýking á Hlíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tískulínan í Póllandi eru samfestingar merktir Ístak og Jáverk.

og að ´´ogleymdum öllum borvélunum og öðrum handverkverkfærum frá Íslandi.Þekki þetta af eigin reynslu.Whistling
mbl.is Stór sending af þýfi stöðvuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

jósep sigurðsson
jósep sigurðsson
Hef áhuga svona almennt á lífinu og tilveruni.Áskil mér þann rétt að hafa skoðanir á málefnum og þjóðmálum án þinnar íhlutunar en þér er frjálst að gefa coment án skítkastsjobbisig@gmail.com
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 9
  • Frá upphafi: 1556

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

ApologetiX - Love The Jews (Love Me Do / Beatles)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband