Hver hefur valdið?

Í mörg ár að finna úrræði,segir mér að hvorki foreldrar eða kerfið hafi unnið saman.Valdið liggur hjá foreldrum að mestu,hef unnið við þetta og þekki þetta ferli.Fyrir stuttu hringdi móðir í mig,úrræðalaus vegna sonar síns.Barnaverndunarnefnd gerði ekkert,strákurinn byrjaður í afbrotum o,s,v,f.Ég benti henni á að hún yrði að taka ákvörðun með honum,eða hreinlega taka af honum völdin.Á meðan hún fór á fund barnaverndarnefndar,útvegaði ég stráknum pláss í Götusmiðjunni.Er hún hringdi svo eftir þennan fund og eftir að hafa talað við strákinn,sem vildi ekki meðferð var hún búin að gefast upp.Þekki mörg svona dæmi,þar sem foreldrar gefast upp gagnvart börnunum en kenna svo kerfinu um.Það er hins vegar rétt,að kerfið er ekki gott og þarf að laga það víða,og úrræði fyrir geðsjúka unglinga eru lítil sem engin.En fyrst og fremst erum það við,foreldrar sem þurfum oft að taka þá ákvörðun og framkvæma,hvað sé best fyrir barnið okkarWoundering
mbl.is „Skilningsleysið innan kerfisins er æpandi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Ásgeir Gunnarsson

Núna standa meðferðarheimilin tóm vegna umræðunnar um þau en hingað til hafa þau verið yfirfull.  Ég spyr mig, hvar eru allir þessir einstaklingar núna sem annars væru í meðferð

Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 7.2.2008 kl. 09:47

2 Smámynd: jósep sigurðsson

Sæll Gunnar.Það gleymist alltaf í þessari umræðu,að í þessum hóp er ákveðin fjöldi sem labbar inn og út af meðferðarstofnunum og vil í raun og veru ekki hjálp,því ekki er búið að taka ákvörðun um að hætta.Þessi hópur reynir líka að vera í neyslu í meðferðinni,og hvað segir það manni?Jú það er gott að fá húsaskjól,mat og klæði,en ekki taka á sínum málumÞessu fólki er ítrekað vísað úr meðferð,en alltaf tekið inn aftur,þannig að það er ekki alltaf kerfið sem bregst.Þeir sem vilja hjálp þurfa að hjálpa sér líka. kv Jobbi

jósep sigurðsson, 7.2.2008 kl. 10:00

3 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Sæll Jobbi..

Ég er að sumuleit sammála þér  auðvita verða börnin að taka þessa ákvörðun sjálf og það næst auðvita ekki árangur ef þau hafa ekki gert það.

En ég er líka sammála þessari móður sem á þennan unga mann,ég tel mig hafa gengið á eftir kerfinu sjálf fyrir Himma á sínum tíma og ekki fékk ég neinar lausnir fyrir hann mitt mat er það þarf allt að vinna saman kerfið og foreldrar þegar það gerist ekki þá næst heldur ekki árangur og eitt enn óháð þessum unga manni við berum ábyrgð á börnun um okkar til 18 ára aldurs og við getum gert margt framm að þeim tíma en þá þarf kerfið að vinna með okkur foreldrum...það gerðist ekki í mínu máli því miður og ég held að ég sé ekki ein um það.

Kveðja Heiður. 

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 7.2.2008 kl. 11:59

4 Smámynd: jósep sigurðsson

Sæl Heiður.Sammála þér í stórrum dráttum.En oft er kannski gripið fullseint ínn í,krakkarnir komnir á bragðið og allt erfiðra.Þetta er þrautaganga og eingin öfundsverður af henni.Þetta er harður heimur og margt til að glepjast af,ekki sýst er maður er ungur.Kveðja frá Borg til ykkar allra. Jobbi

jósep sigurðsson, 7.2.2008 kl. 12:54

5 Smámynd: Heiður Þórunn Sverrisdóttir

Jú mikið rétt Jobbi það er einmitt oft gripið seint inn í og er það kannski alltaf foreldrar heldur kerfið líka það er verið að skoða þetta og skoða hitt og það getur líka verið of seint.Sterk og góð umræða kemur oft góðum hlutum af stað þess vegna þarf að ræða þessi mál og finnst mér þetta gott hjá þér Jobbi.

Kveðja til þín og þinna Heiður. 

Heiður Þórunn Sverrisdóttir, 7.2.2008 kl. 14:48

6 Smámynd: Gulli litli

Tad må kannski benda øllu fólki sem gengur illa ad hafa hemil å neyslu sinni ad lífid er bara fjandi gott og vid turfum ekkert ad deyfa tad!

Gulli litli, 8.2.2008 kl. 02:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

jósep sigurðsson
jósep sigurðsson
Hef áhuga svona almennt á lífinu og tilveruni.Áskil mér þann rétt að hafa skoðanir á málefnum og þjóðmálum án þinnar íhlutunar en þér er frjálst að gefa coment án skítkastsjobbisig@gmail.com
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 1177

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

ApologetiX - Love The Jews (Love Me Do / Beatles)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband