Tungan er okkar eitraðsti limur.

 Rakst á þetta inn á Vísir.is.Pössum aðeins upp á það hvað við látum frá okkur fara.

Ólafur F. Magnússon, nýkjörinn borgarstjóri Reykjavíkur, ræðir í fyrsta sinn opinberlega um veikindi

 sín sem gerðu það að verkum að hann var að mestu fjarverandi frá borgamálunum á síðasta ári. Í viðtölum í Fréttablaðinu og 24 stundum segist hann hafa verið „nokkuð langt niðri á tímabili," og að hann hafi sótt sér „viðeigandi aðstoð og aðhlynningu" til að sigrast á veikindunum.

Mikið hefur verið rætt og ritað um heilsufar Ólafs allar götur síðan hann tók sér frí frá borgarmálunum en Ólafur hefur ávallt neitað að tjá sig um málið við fjölmiðla og hefur sagt spurningar í þá átt óviðeigandi. „Það er rétt að ég hef lent í heilsufarslegum mótbyr og erfiðleikum í einkalífi sem haga ekki verið til þess að auka gleði mína heldur þvert á móti," segir Ólafur í viðtali við Kolbrúnu Bergþórsdóttur í 24 stundum í dag. „Ég var nokkuð langt niðri á tímabili, en sótti mér viðeigandi aðstoð og aðhlynningu til að sigrast á þessum veikindum. Þúsundir Íslendinga lenda í svipuðum erfiðleikum á hverju ári, en snúa fullfrískir aftur út í samfélagið."

Ólafur bætir því við í viðtalinu við Kolbrúnu að honum finnist hvorki hann né aðrir eiga skilið að brugðist sé við andlegum veikindum með jafn neikvæðum hætti og við höfum séð sumstaðar undanfarna daga. Hann tekur dæmi af grein í DV í gær sem hann kallar aðför að mannorði sínu. Hann segir flest í þeirri grein sem ekki sé byggt á tilvitnun í heimildir hreina lygi.

„Veikindi eins og mín hafa hrjáð marga stjórnmálamenn án þess að þeir yrðu lagðir í einelti sem er nánast það sem sem ég hef orðið fyrir þar sem illgirni og ósannindi ráða ríkjum," segir Ólafur í Fréttablaðinu. „Ég hef öðalst vinnufærni á ný og mun vafalaust sanna það með mínum verkum. Þetta tók meiri tíma hjá mér en vonir stóðu til en það var vegn mikils mótlætis sem ég varð fyrir en þau voru slík að enginn gæti siglt í gegnum þau án þess að bogna tímabundið."

Ólafur bætir við í Fréttablaðinu: „Ég vona aðeins að þeir sem hvað óvægilegast hafa reynt að vega að mér geri sér grein fyrir því að þessar ósæmilegu persónulegu árásir særa alla fjölskyldu mína."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gulli litli

Það fara allir á bömmer öðru hverju en ég held að þessi sé alltaf á smá bömmer. Það væri ég líka ef ég væri pólitík!

Gulli litli, 26.1.2008 kl. 14:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

jósep sigurðsson
jósep sigurðsson
Hef áhuga svona almennt á lífinu og tilveruni.Áskil mér þann rétt að hafa skoðanir á málefnum og þjóðmálum án þinnar íhlutunar en þér er frjálst að gefa coment án skítkastsjobbisig@gmail.com
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 1462

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

ApologetiX - Love The Jews (Love Me Do / Beatles)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband