Smá tölfræði Íslenska landsliðsins.

 Það sést best á þessu hvað liðið er veikt án Eiðs og að einn maður skiptir miklu máli í svona hóp.En jafnframt gaman að vita til þess að það geta fleiri skorað enda timi til kominn.Whistling

 

Sigur knattspyrnulandsliðsins á Armenum á miðvikudagskvöldið var ekki aðeins fyrsti sigurinn undir stjórn Ólafs Jóhannessonar heldur einnig fyrsti sigurleikur liðsins án fyrirliðans Eiðs Smára Guðjohsen frá árinu 2001, eða í rúm sjö ár.


Fyrir leikinn gegn Armenum var íslenska landsliðið nefnilega búið að spila 21 leik í röð án Eiðs Smára án þess að vinna.


Tryggvi Guðmundsson tengist tímamótunum í báða enda því hann skoraði þrennu gegn Indverjum í síðasta sigurleik landsliðsins án Eiðs Smára og það var síðan hann sem kom íslenska liðinu yfir á móti Armenun.


Tryggvi skoraði öll þrjú mörkin í 3-0 sigurleik á Indlandi 13. janúar 2001 en síðan hafði íslenska landsliðið gert 9 jafntefli og tapað 12 leikjum án Eiðs Smára.


Á sama tíma hafði íslenska landsliðið aftur á móti unnið 13 af 40 leikjum (og gert 4 jafntefli) með Eið Smára innanborðs. Á þessum tíma er hlutfallsárangurinn 21,4 prósent án Eiðs Smára en 37,5 prósent með hann innanborðs. Markatalan var 9-35 án hans en 57-78 með Eið í liðinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

jósep sigurðsson
jósep sigurðsson
Hef áhuga svona almennt á lífinu og tilveruni.Áskil mér þann rétt að hafa skoðanir á málefnum og þjóðmálum án þinnar íhlutunar en þér er frjálst að gefa coment án skítkastsjobbisig@gmail.com
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 7
  • Frá upphafi: 1673

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

ApologetiX - Love The Jews (Love Me Do / Beatles)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband