Kreppa og krepputal!

 Hvar er þessi kreppa?

Þrjátíu prósent fleiri nýir bílar voru skráðir til heimilis á Íslandi það sem af er þessu ári, miðað við sama tíma í fyrra. Og enn fleiri bílum var fleygt í brotajárn. Bílasalar eru brattir og búast ekki við miklum samdrætti.

Það er sum sé ekkert lát á sölu nýrra bíla á landinu. Sá kvittur var á kreiki að bílasala hefði hrunið um miðjan síðasta mánuð. Ekkert er fjær sanni. Samkvæmt tölum frá Umferðarstofu voru rösklega tvöþúsund og níuhundruð nýir bílar skráðir hér með heimilisfestu frá áramótum og fram í miðjan febrúar.

Það gerir 44 bíla á dag.

Síðan þá hefur bjartsýnin í þjóðfélaginu tekið nokkra dýfu, en ekki hjá þeim sem langaði í nýjan bíl. Því frá miðjum febrúar og til gærdagsins voru tæplega tólfhundruð nýir bílar skráðir hjá Umferðarstofu.

Það gerir 46 bíla á dag.

Og bjartsýnin er allsráðandi þegar við skoðum tölur frá í fyrra, frá áramótum 2007 til 12. mars voru rúmlega 3200 (3221) nýir bílar skráðir.

Á þessu ári voru þeir 4115 - 28% fleiri.

Og þeim fækkar heldur ekkert bílunum sem er kastað á haugana eða seldir á fimmtánþúsundkall í brotajárn...

Frá áramótum til 12. mars í fyrra - var rúmlega 1490 bílum fleygt - en nú frá áramótum lauk æviskeiði 1612 eintaka af þarfasta þjóninum.Whistling


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rósa Aðalsteinsdóttir

Sæll Jósep. Þetta er alveg merkilegt hvað er mikil bílasala á sama tíma og allir segjast ekki eiga salt í grautinn. Ég hef oft hugsað um allan þennan bílainnflutning og allur þessi fjöldi bíla sem er fleygt. Skil þetta ekki, þennan flottræðishátt Íslendinga. Hvernig gengur með netið og tölvupóstinn??

Guð blessi ykkur.

Rósa Aðalsteinsdóttir, 14.3.2008 kl. 00:48

2 Smámynd: Gulli litli

Nafnið er ;flottræfilsháttur!

Gulli litli, 16.3.2008 kl. 21:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

jósep sigurðsson
jósep sigurðsson
Hef áhuga svona almennt á lífinu og tilveruni.Áskil mér þann rétt að hafa skoðanir á málefnum og þjóðmálum án þinnar íhlutunar en þér er frjálst að gefa coment án skítkastsjobbisig@gmail.com
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 1255

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

ApologetiX - Love The Jews (Love Me Do / Beatles)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband