Að vera-eða vera ekki?

Hef verið mjög latur við að blogga undanfarið,en er með skýringu á því.

Olían,kornið,hrísgrjónin,lánin hækka.Krónan lækkar og verðbólgan hækkar.Verð að vinna myrkrana á milli til að mínar skuldbindingar gangi upp.Er með 2 bíla á erlendum lánum.Þar hafa greiðslur hækkað úr 80 000 per mánuð í 110 000.Og höfuðstóll að skríða yfir verðgildi þeirra.Ákvað í vetur að fara til Benedorm með fjölskylduna.Þá var Evran í 98 kr núna í 116 kr.Þessi ferð átti að kosta um það bil 400 000,er sennilega farin að nálgast 600 000.Ég kvarta svo sem ekki,en það vantar aðgerðir frá ríkisstjórn.Þeir sem mest hrópa eru þeir sem voru áskrifendur að yfirdrætti og lánum,það var og er ég ekki.Finnst betra að staðgreiða ef ég get.Ástandið er síst betra í kringum okkur.Er þetta bara fjölmiðlakreppa,þetta krepputal?Gamall maður sem lifað hefur tímana tvenna sagði við mig um daginn"ef fólk heldur að þetta sé kreppa,þá hefur það ekki reynt mikið"Held að ég sé bara sammála honum að mestu.Það erum alltaf við sem tökum ákvörðun fyrir okkur,ekki bankinn,ekki ríkið.Whistling


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gulli litli

æ þegar ég les svona verð ég afar ánægður með mínar skuldir á 5% vöxtum og enga verðbólgu. Danir myndu líka gera uppreisn og hætta drekka bjór ef vextir myndu hækka!

Gulli litli, 19.4.2008 kl. 09:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

jósep sigurðsson
jósep sigurðsson
Hef áhuga svona almennt á lífinu og tilveruni.Áskil mér þann rétt að hafa skoðanir á málefnum og þjóðmálum án þinnar íhlutunar en þér er frjálst að gefa coment án skítkastsjobbisig@gmail.com
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

ApologetiX - Love The Jews (Love Me Do / Beatles)

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband