24.4.2008 | 18:30
Dónaskapur og ofbeldi,kalla á dónaskap og ofbeldi.
Hef haft samúð með trukkurum í baráttu þeirra sem aðallega snýst um hvíldartíma og aðstöðu til að hvílast á.Eldsneytisverðið hefur svo flækst með,hlutur sem varðar alla þjóðina.Við stjórnum ekki heimsmarkaðsverði á olíu sem hefur aldrei verið hærra en nú.Varðandi hvíldartíma þeirra er það víst blýantsnagarar í Brussel sem stjórna því.Nokkuð er síðan að bílstjórum var gerð grein fyrir því að varðandi hvíldartíma,þá væri verið að vinna í því.Eldsneytisverð yrði skoðað í haust og breytingar varðandi álögur ríkisins.Bílstjórar hafa ekki trúverðugan talsmann,og meðan þetta eru svona handahófskenndar aðgerðir byggðar á dónaskap og hroka hlýtur þetta að verða útkoman.Það eru ákveðin lög í þessu landi,þó það sé verið að mótmæla.Ofbeldi,frekja og dónaskapur er ekki lýðræðisleg mótmæli.Þetta er farið að minna á sandkassaleik.
Gleðilegt sumar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 1464
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gledilegt sumar Jobbi.
Bílstjórar verda ad byrja á ad ná sér í forrustumann sem nær ad vera tæplega medalmadur ad greind.
Gulli litli, 24.4.2008 kl. 20:05
Sæll frændi og gleðilegt sumar. Ég er sammála þér að flestu í þessu máli, lengi vel hafði ég samúð og skilning á því sem þessir menn voru að gera en það dvínar óðum. Þetta er orðin þráhyggja sem ekki getur gengið, það er verið að taka á hvíldartímaákvæðinu, og ekki annað að gera en bíða og sjá hvað kemur út úr því. Því miður, þá getum við gleymt því að eldsneytisverð lækki það er komið til að vera, og það er ekki nema að mjög litlu leyti í valdi ríksstjórnarinnar að breyta því. Þótt skilja hafi mátt á Geir Haarde í gær að það væri hægt en hann myndi aldrei láta undan svona þrýstingi. Enda má hann ekkert vera að því að vasast í svona málum ,sjálfsagt upptekin við að útvega einkaþotu handa sér og Ingibjörgu í eitthvert bráðnauðsynlegt erindi til útlanda.
Kær kveðja
Ari Guðmar Hallgrímsson, 24.4.2008 kl. 21:15
Christian Glitter by www.christianglitter.com
Sæll Jobbi minn
Gleðilegt sumar og takk fyrir frábær kynni í bloggheimum. Mér finnst nú þetta sem gerðist ekki vera hægt að skrifa eingöngu á bílstjórana. Hvers vegna í ósköpunum mættu lögreglumenn með öll þessi tæki eins og þeir væru búnir að taka ákvörðun að nú yrði tekist á? Ljótt að sjá hvað gerðist af hálfu lögrelgu og einnig viðbjóðslega ljótt að kasta grjóti í höfuð lögreglumanns. Mér finnst að þjóðin þurfi að rísa upp og mótmæla ýmsu. Við erum búin að fá nóg. Af hverju er vöruverð og laun ekki í samræmi og svona má lengi telja. Fólki er boðið uppá ömurlegar aðstæður s.s. bankalán, vexti, vöruverð, margir eru með lág laun. Illa er komið fram við ellilífeyrisþega og öryrkja. Ég gæti talið endalaust upp.
Baráttukveðjur/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 25.4.2008 kl. 14:17
Gleðilegt sumar öll sömul.Já af nógu er af að taka þessa dagana Rósa mín.
kveðjur Jobbi
jósep sigurðsson, 25.4.2008 kl. 23:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.