11.5.2008 | 00:14
Að leyfa sumum að njóta vafans?
Sælt veri fólkið.Það er búið að vera svo mikið að gera,að ég hef ekki nennt að blogga.En nú er ástæða til að blogga.Nýfallinn dómur yfir Guðmundi Jónssyni sýnir,að rangt verður rétt að lokum.Eftir allar hans yfirlýsingar um sakleysi sitt,stendur hann frammi fyrir dómi sínum,en á eftir að hitta skapara sinn.Allt vald á jörðu niðri er frá Guði komið,því er þessi dómur réttur.Var að lesa dóminn,og sá þar að Guðmundur kennir mér um að hafa breytt sms úr síma sínum til kvenna er kærðu hann.Þetta er með eindæmum,þvílík nauðvörn siðblinds manns,að kenna bræðrum sínum í Kristi um ófarir sínar.Ég ákvað á sínum tíma að leyfa honum að njóta vafans á sekt eða sakleysi.Nú hefur hann fyrirgert því,með orðum sínum,framkomu og að síðustu dómi upp á 3 ár.SAKLAUS ER HANN EKKI.Samt sem áður óska ég þess að börn hans komist ósködduð frá þessu máli.
Byrgisdrúnga af mér létt
pokaprestur orðin hokinn.
Rangt loksins orðið rétt
eftir stendur margur brotinn.
Ströglað hefur og logið
bæði að þér og mér.
Sannleikurinn hefur flogið
sést nú hver uppskeran er. Höf;:Jsig
Jobbi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 1672
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 6
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Jobbi minn.
Mér finnst 3 ár allt of stuttur tími. Hann hefði átt að dúsa lengur inni. slæmt að þú skyldir hafa kynnst þessum manni. Mér leist aldrei á hann þegar ég heyri hans getið og heyrði umj samkonur hans. Vinkonur mínar fannst hann svo blessaður en ég gat ekki séð neitt jákvætt við hann.
Kær kveðja/Rósa
Rósa Aðalsteinsdóttir, 13.5.2008 kl. 18:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.